Íslenskir sjónvarpsþættir From Wikipedia, the free encyclopedia
Idol (hét áður Idol stjörnuleit) er íslenska útgáfan af breska raunveruleikaþættinum Pop Idol og eru sýndir á Stöð 2. Þættirnir voru vinsælir á Íslandi og ganga út á söngkeppni þar sem þátttakendur keppast um að verða Idol stjarna Íslands. Dómarar velja hver komast upp úr áheyrnarprufunum, en sjónvarpsáhorfendur velja með símakosningu hvaða keppendur komast áfram í hverjum þætti og sigra. Keppendur þurfa að vera á aldrinum 16-30 ára.
Idol | |
---|---|
Einnig þekkt sem | Idol stjörnuleit |
Tegund | Raunveruleikasjónvarp |
Búið til af |
|
Byggt á | Pop Idol |
Kynnir |
|
Dómarar | |
Upprunaland | Ísland |
Frummál | Íslenska |
Fjöldi þáttaraða | 6 |
Framleiðsla | |
Aðalframleiðandi |
|
Framleiðandi | 2022-2023:
|
Upptaka | 2022-2023:
|
Klipping | 2022-2023:
|
Lengd þáttar | 54-76 mínútur |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | Stöð 2 |
Sýnt | 2003 – 9. febrúar 2024 |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Þættirnir hófu göngu sína árið 2003 undir nafninu Idol stjörnuleit og urðu til fjórar þáttaraðir þangað til að þáttunum lauk árið 2009. Í júní 2022 var tilkynnt að ný þáttaröð yrði sýnd um haustið, en í þetta skiptið hétu þættirnir einfaldlega Idol.[1]
Fimmta þáttaröðin, sem voru 10 þættir, hófst 25. nóvember 2022 og lokaþátturinn var sýndur 10. febrúar 2023 þar sem Saga Matthildur stóð uppi sem sigurvegari.[2] Sjötta þáttaröðin hófst 24. nóvember 2023.[3]
Dómarar í fyrstu tveimur þáttaröðum voru Bubbi Morthens, Sigga Beinteins og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Í þriðju þáttaröð komu Páll Óskar Hjálmtýsson og Einar Bárðarson inn í staðinn fyrir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Í fjórðu þáttaröð voru dómarar Jón Ólafsson, Selma Björnsdóttir og Björn Jörundur Friðbjörnsson. Í fimmtu og sjöttu þáttaröð eru dómarar Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Bríet og Daníel Ágúst.[4]
Kynnar í fyrstu fjórum þáttaröðum voru Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, sem voru þekktir sem tvíeykið Simmi og Jói. Kynnar í fimmtu og sjöttu þáttaröð eru Aron Már Ólafsson (Aron Mola) og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.[5] Tónlistarstjóri í fimmtu og sjöttu þáttaröð er Magnús Jóhann Ragnarsson.[6][7]
Sería | Ár | Kynnir | Dómari 1 | Dómari 2 | Dómari 3 | Dómari 4 |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2003 - 2004 | Simmi og Jói | Bubbi Mothens | Sigga Beinteins | Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson | |
2 | 2004 - 2005 | |||||
3 | 2005 - 2006 | Páll Óskar | Einar Bárðarson | |||
4 | 2008 - 2009 | Jón Ólafsson | Selma Björnsdóttir | Björn Jörundur Friðbjörnsson | ||
5 | 2022 - 2023 | Aron Mola og Sigrún Ósk[5] | Herra Hnetusmjör[8] | Birgitta Haukdal[9] | Bríet[10] | Daníel Ágúst[4] |
6 | 2023 - 2024 |
Aðeins einn keppandi stendur uppi sem sigurvegari og er valinn af sjónvarpsáhorfendum með símakosningu.
Sería | Ár | Sigurvegari |
---|---|---|
1 | 2003 - 2004 | Kalli Bjarni |
2 | 2004 - 2005 | Hildur Vala |
3 | 2005 - 2006 | Snorri Snorrason |
4 | 2008 - 2009 | Hrafna Hanna |
5 | 2022 - 2023 | Saga Matthildur |
6 | 2023 - 2024 | Anna Fanney |
Fyrsta þáttaröðin var sýnd frá 2003 til 2004. Níu keppendur komust áfram í beinar útsendingar. Anna Katrín Guðbrandsdóttir, Jón Sigurðsson og Kalli Bjarni komust áfram í úrslitaþáttinn þar sem Kalli Bjarni stóð uppi sem sigurvegari.
Önnur þáttaröðin var sýnd frá 2004 til 2005. Tíu keppendur komust áfram í beinar útsendingar. Aðalheiður Ólafsdóttir og Hildur Vala Einarsdóttir komust í úrslitaþáttinn þar sem Hildur Vala stóð uppi sem sigurvegari.
Þriðja þáttaröðin var sýnd frá 2005 til 2006. Tólf keppendur komust áfram í beinar útsendingar. Rapparinn Emmsje Gauti mætti í áheyrnarprufur, en komst ekki áfram.[11] Ingó Veðurguð tók þátt og lenti í sjötta sæti. Ína og Snorri komust í úrslitaþáttinn þar sem Snorri stóð uppi sem sigurvegari.
Skýring:
Sæti | Keppandi | 27. jan | 3. feb | 10. feb | 17. feb | 24. feb | 3. mar | 10. mar | 17. mar | 24. mar | Undanúrslit
31. mar |
Úrslit
7. apr |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Snorri | N3 | Sigurvegari | |||||||||
2 | Ína Valgerður | N2 | N2 | Í öðru sæti | ||||||||
3 | Bríet Sunna | N3 | N3 | N2 | Datt út | |||||||
4 | Ragnheiður Sara | N3 | N3 | N2 | N2 | Datt út | ||||||
5 | Alexander Aron | N2 | Datt út | |||||||||
6 | Ingólfur | N2 | Datt út | |||||||||
7 | Guðrún Lára | N2 | N3 | Datt út | ||||||||
8 | Eiríkur | N2 | N2 | Datt út | ||||||||
9 | Elfa Björk | Datt út | ||||||||||
10 | Tinna Björk | N3 | Datt út | |||||||||
11 | Angela Ingibjörg | N3 | Datt út | |||||||||
12 | Margrét Guðrún | Datt út |
Eftir þrjár Idol stjörnuleit seríur í röð á árunum 2003 til 2006, fóru þættirnir í hlé og sneru aftur árið 2009 með fjórðu þáttaröðina. Um 1.600 einstaklingar sóttu um að taka þátt. Áheyrnarprufurnar fóru fram á Hilton-hótelinu í Reykjavík.[12] Anna Hlín Sekulic og Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir komust í útslitin þar sem Hrafna stóð uppi sem sigurvegari.
Í júní 2022 var tilkynnt um nýja þáttaröð undir nafinu Idol.[1] Viku síðar var tilkynnt að dómarar væru Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Bríet og Daníel Ágúst.[4] Kynnar þáttanna voru Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir.[5] Verðlaun fyrir sigurvegarann voru vinningar að andvirði tveggja milljóna króna og samningur við Universal Music AS í Noregi um útgáfu og dreifingu á stuttskífu.[13]
Í júní var opnað fyrir skráningu þátttakenda.[1] Fólki bauðst líka að mæta í áheyrnarprufur hjá framleiðendum þáttarins. Þær fóru fram á 5 stöðum á landinu í ágúst.[14] Af tæplega eitt þúsund umsækjendum voru um hundrað manns sem sungu fyrir dómarana.[13] Upptökur og áheyrnarprufur fyrir dómana hófust í september í myndveri Stöðvar 2 á Suðurlandsbraut. Útsendingar hófust þann 25. nóvember á Stöð 2.[15] Þættirnir voru sýndir á föstudögum og urðu tíu talsins. Þrír þættir sýndu frá dómaraprufum. Tveir þættir sýndu frá miðstigi keppninnar sem fór fram í Salnum í Kópavogi.[16] Fimm þættir voru sýndir í beinni útsendingu. Beinar útsendingar fóru fram í kvikmyndaverinu í Gufunesi.[17] Átta keppendur komust áfram í beinar útsendingar þar sem áhorfendur réðu útslitum þeirra með símakosningu.[17] Beinar útsendingar hófust 13. janúar og úrslitaþáttur fór fram 10. febrúar.[17][18] Kjalar Martinsson Kollmar og Saga Matthildur Árnadóttir komust í útslitin þar sem Saga Matthildur stóð uppi sem sigurvegari.[2]
Skýring:
Sæti | Keppandi | 8 manna úrslit[19] | 7 manna úrslit[20] | 5 manna úrslit[21] | Undanúrslit | Úrslit[2] |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | Saga Matthildur | Neðstu 3 | Sigurvegari | |||
2 | Kjalar | Neðstu 2 | Í öðru sæti | |||
3 | Bía | Neðstu 3 | Datt út | |||
Símon Grétar | Datt út | |||||
5 | Guðjón Smári | Datt út | ||||
6 | Ninja | Datt út | ||||
Þórhildur Helga | Neðstu 3 | Datt út | ||||
8 | Birgir Örn | Datt út |
Skráning hófst fyrir sjöttu þáttaröðina í mars 2023, skömmu eftir að síðusu þáttaröð lauk.[24] Dómarar og kynnar voru áfram þau sömu og í síðustu þáttaröð á undan. Prufur fóru fram í maí víðsvegar um land. Upptökur og dómarapufur hófust í ágúst í myndveri Stöðvar 2.[3][25] Útsendingar hófust 24. nóvember 2023 á Stöð 2.[26] Þættirnir voru sýndir á föstudögum og voru tólf talsins. Þrír þættir sýndu frá dómaraprufum. Fjórir þættir sýndu frá miðstigi keppninnar sem fór fram í október á Rokksafninu í Reykjanesbæ.[27] Fimm þættir voru sýndir í beinni útsendingu.
Átta keppendur komust áfram í beinar útsendingar þar sem áhorfendur réðu útslitum þeirra með símakosningu. Beinar útsendingar hófust 12. janúar og fóru fram í Fossaleyni í Grafarvogi.[28] Um 450-500 sæti voru í boði fyrir áhorfendur í salnum og það seldist upp á öll kvöldin.[29][30] Miðar á úrslitakvöldið seldust upp á innan við mínútu.[31] Úrslitaþáttur fór fram 9. febrúar. Anna Fanney Kristinsdóttir, Björgvin Þór Þórarinsson og Jóna Margrét Guðmundsdóttir komust í útslitin þar sem þau fluttu öll eitt lag og sá keppandi sem hlaut fæst atkvæði datt út. Anna Fanney og Jóna Margrét komust áfram í aðra umferð þar sem þær sungu lagið „Skýjaborgir“ sem var samið af Halldóri Gunnari Pálssyni, Baldvini Hlynssyni og Unu Torfadóttur fyrir þáttinn.[32] Anna Fanney stóð uppi sem sigurvegari.[33]
Skýring:
Sæti | Keppandi | 12. janúar[34] | 19. janúar[35] | 26. janúar[36] | Undanúrslit
2. febrúar[37] |
Úrslit
9. febrúar |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | Anna Fanney | Sigurvegari | ||||
2 | Jóna Margrét | Neðstu 3 | Í öðru sæti | |||
3 | Björgvin | Neðstu 3 | Datt út | |||
4 | Stefán Óli | Neðstu 3 | Datt út | |||
5 | Ólafur Jóhann | Neðstu 3 | Datt út | |||
Elísabet | Datt út | |||||
7 | Birgitta | Neðstu 3 | Datt út | |||
8 | Rakel | Datt út |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.