From Wikipedia, the free encyclopedia
Himalajafura (fræðiheiti: Pinus wallichiana)[3][4][5] er furutegund ættuð frá Himalaja, Karakoram og Hindu Kush fjöllum, frá austur Afganistan austur yfir norður Pakistan og norðvestur Indland til Yunnan í suðvestur Kína. Hún vex í fjalladölum 1.800–4.300 m hæð (sjaldan niður að 1.200 m), og verður á milli 30 m og 50 m há. Hún vex á tempruðu belti með þurrum vetrum og blautum sumrum.
Himalajafura | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Tré í trjásafninu í Tortworth Court. | ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus wallichiana A. B. Jacks. | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
Tegundin er stundum kölluð Bútanfura,[6] (ekki til að ruglast á skyldri tegund; Pinus bhutanica). Fræðiheitið Pinus chylla Lodd. var um tíma notað þegar tegundin var fáanleg frá gróðrastöðum í Evrópu 1836, níu árum eftir að danski grasafræðingurinn Nathaniel Wallich (1784~1856) kom fyrst með fræ af henni til Englands.
Barrnálarnar eru fimm saman í búnti og eru 12–18 sm langar. Þær eru athyglisverðar fyrir sveigjanleika, og drúpa oft þokkafullt. Könglarnir eru langir og grannir, 16–32 sm, daufgulir við þroska, með þunnum hreisturflögum. Fræin eru 5–6 mm löng með 20–30 mm væng.
Dæmigerð búsvæði eru fjallaskriður og þar sem jöklar hafa hopað, en myndar einnig gamalskóg sem aðaltegund eða í blönduðum skógum með deodar, birki, greni og þin. Sums staðar vex hún að trjálínu.
Tegundin skiftist í eftirfarandi undirtegundir:[7][5]
Himalajafura myndar blendinga með sandfuru (Pinus strobus): Pinus × schwerinii.[8]
Litnigatalan er 2n = 24.[9]
Viðurinn er í meðallagi harður, endingargóður og mjög kvoðuríkur. Hann er góður eldiviður, en myndar lyktarmikinn reyk. Hann er nýttur til framleiðslu á terpentínu sem er meiri gæðum en af P. roxburghii en ekki eins miklum mæli.
Þetta er einnig vinsæl tegund í almenningsgörðum, vegna fallegs barrs og stórra og skrautlegra köngla. Hún þolir einnig loftmengun betur en mörg önnur barrtré.
Tegundin[10] og hið hægvaxta afbrigði ‘Nana’[11] hafa fengið Royal Horticultural Society's Award of Garden Merit.[12]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.