From Wikipedia, the free encyclopedia
Hasselt er borg í Belgíu og jafnframt höfuðborg flæmska héraðsins Limburg. Íbúar eru 76 þús (1. janúar 2013) og eru hollenskumælandi.
Skjaldarmerki | Fáni |
---|---|
Upplýsingar | |
Hérað: | Limburg |
Flatarmál: | 102,9 km² |
Mannfjöldi: | 75.579 (1. janúar 2013) |
Þéttleiki byggðar: | 734/km² |
Vefsíða: | Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine |
Borgarmynd | |
Hasselt liggur við ána Demer og Albert-skipaskurðinn í norðausturhluta Belgíu, nánast í miðju héraðinu Limburg. Næstu stærri borgir eru Genk til norðausturs (10 km), Maastricht í Hollandi til suðausturs (25 km), Liege til suðurs (45 km) og Brussel til vesturs (80 km). Mikill landbúnaður er í kringum borgina. Fyrir norðan miðborgina er höfn í Albert-skipaskurðinn, en þaðan er hægt að sigla til árinnar Maas í austurátt og til Antwerpen í vesturátt.
Skjaldarmerkið er tvískipt. Til vinstri eru rendur greifadæmisins Loon, sem áður var á þessu svæði. Til hægri eru tvö heslitré, en það er heiti borgarinnar. Tréin koma fyrir á innsiglum þegar á 15. öld, en núverandi samsetning kom fyrst fram 1625. Skjaldarberi er hjörtur, en neðst er borði með áletruninni SPQH (Senatus PopulusQue Hasselsis; ísl: Ráð og fólk borgarinnar Hasselt). Skjaldarmerkið var veitt 1840, ári eftir að borgin varð formlega belgísk.
Heitið Hasselt er dregið af germanska orðinu Hasaluth, sem merkir hesliviður.
Hasselt myndaðist á 7. öld á verslunarleiðinni milli Brugge og Maastricht. Bærinn kom fyrst við skjöl 1165 og hlaut stuttu síðar almenn borgarréttindi. 1232 voru þau réttindi staðfest af Arnold IV greifa af Loon. Í kjölfarið óx borgin hratt og varð brátt að stærstu borg greifadæmisins (þótt ekki væri hún höfuðborg þess). Hasselt kom þó lítið við sögu í styrjöldum Niðurlanda næstu aldir. Eftir fall Napoleons 1815 var konungsríki Niðurlanda stofnað. En 1830 gerðu Belgar uppreisn og lýstu yfir sjálfstæði. Belgar tóku allt héraðið Limburg eignarnámi í óþökk Hollendinga. Hasselt varð að bráðabirgðahöfuðborg Limburgs, þar sem Maastricht var enn á valdi Hollendinga. Hollendingar brugðust við með því að senda herlið suður til Limburg. Í orrustunni við Hasselt 8. ágúst 1831 sigruðu Hollendingar, sem og í nokkrum öðrum smærri orrustum. Þegar Frakkar skárust í leikinn, hörfuðu Hollendingar frá austurhluta Limburgs. Þegar samningar tókust um sjálfstæði Belgíu 1839 var ákveðið að splitta Limburg. Vesturhlutinn tilheyrði Belgíu og varð Hasselt þá formlega höfuðborg héraðsins. Austurhlutinn, með Maastricht að höfuðborg, tilheyrði Hollendingum áfram. Stór hluti efnahags borgarinner er Genever framleiðsla (áfengi gert úr einiberjum). Albert-skipaskurðurinn var opnaður 1939 og strýkur hann norðurhluta borgarinnar. Skurðurinn skapaði mörg störf, beint og óbeint, við vöruflutninga og iðnað. Stærsta verksmiðja borgarinnar tilheyrir Philips-samstæðunni, en þar starfa í kringum 5000 manns. 1971 var háskóli (Universiteit Hasselt) stofnaður í borginni.
Pukkelpop er heiti á einni stærstu tónlistarhátíðum í Belgíu. Hún hefur verið haldið árlega í Hasselt síðan 1985. Á því ári tróðu sjö hljómsveitir upp fyrir framan 2.500 gesti. Í dag eru hljómsveitirnar orðnar rúmlega 200 sem troða upp á átta mismunandi sviðum í þrjá heila daga. Gestir eru rúmlega 200 þúsund. 1980 voru Sykurmolarnir skráðir til leiks á hátíðinni en urðu að aflýsa komu sína. 2011 varð að hætta við hátíðina vegna þess að áhorfendapallar hrundu í stormi. Fimm manns biðu bana og 70 slösuðust.
Rimpelrock er önnur tónlistarhátíð, að þessu sinni fyrir eldri borgara. Hún er talsvert minni í sniðum en Pukkelpop, en er haldin árlega síðan 2002.
2005 var Evrópusöngvakeppnin fyrir börn haldin í Hasselt. Sigurvegarinn kom frá Hvíta-Rússlandi.
Aðrar merkar hátíðir í borginni eru Geneverhátíðin, Karneval og hinn árlegi skemmtigarður (Kermis).
Hasselt viðheldur vinabæjasambandi við eftirfarandi borgir:
|
|
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.