From Wikipedia, the free encyclopedia
Harðhveiti[2] eða dúrumhveiti (úr latnesku durum „harður“, fræðiheiti: Triticum durum eða Triticum turgidum undirt. durum) er þrílitna hveititegund og önnur mest ræktuð hveititegund á eftir brauðhveiti (Triticum aestivum). Framleiðsla harðhveitis jafngildir samt einungis 5–7% hveitiframleiðslu heimsins.
Harðhveiti | ||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Durum wheat | ||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||
Triticum durum Desf. | ||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||
|
Harðhveiti var ræktað af emmerhveiti (Triticum dicoccum), tegund sem ræktuð var í Mið-Evrópu og Austurlöndum nær um það bil 7000 f.Kr., með kynbótum. Harðhveiti er algengasta hveititegund í Austurlöndum nær.
Eins og nafnið gefur til kynna er harðhveiti ein harðasta hveititegund. Kornið er erfitt að mylja og fræið inniheldur mikla sterkju. Þess vegna hentar harðhveiti vel í semólínu og pasta, en er of veikt í brauð. Þótt harðhveiti innihaldi mikið prótein er það ekki mjög sterkt (þ.e. að það myndar ekki sterkt glútennet í deiginu).
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.