Remove ads
indó-evrópskt tungumál From Wikipedia, the free encyclopedia
Latína (lingua latina) er tungumál sem var upphaflega talað á því svæði í kringum Róm sem heitir Latium en varð mun mikilvægara þegar rómverska heimsveldið breiddist út um Miðjarðarhafið og Mið-Evrópu.
Latína Lingua Latina | ||
---|---|---|
Málsvæði | Vatíkaninu | |
Heimshluti | Ítalíuskaginn | |
Fjöldi málhafa | útdautt | |
Sæti | Á ekki við | |
Ætt | Indó-evrópskt Ítalískt | |
Skrifletur | Latneska stafrófið | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Vatíkanið | |
Stýrt af | engum | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | la | |
ISO 639-2 | lat | |
SIL | LTN | |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Öll rómönsk tungumál eiga rætur sínar að rekja til latínu og mörg orð sem byggð eru á latínu finnast í öðrum tungumálum nútímans eins og til dæmis ensku. Latína var lingua franca stjórnmála og vísinda í um þúsund ár, en á 18. öld fór franska einnig að ryðja sér til rúms sem og enskan á 19. öld en við lok 18. aldar höfðu þjóðtungurnar vikið latínunni til hliðar. Latína er enn formlegt tungumál rómversk-kaþólsku kirkjunnar og Vatíkansins. Sardínska er það núlifandi tungumál sem líkist mest latínu.
Elstu textar sem varðveist hafa eru frá um 600 f.kr. en bókmenntir hefjast ekki að ráði fyrr en á annarri til þriðju öld f.Kr.
Föll í latínu (eintala: casus, „fall“; fleirtala: casus, „föll“) eru sjö talsins. Eftirfarandi er listi yfir þau og margvíslega notkun þeirra; þar sem íslenska heitið kemur fyrst, og það latneska í sviga á eftir.
Athugið að broddstafir eru ekki notaðir í latínu en broddurinn í dæmunum táknar áherslu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.