Remove ads
íslenskur leikari og leikstjóri (1952-2016) From Wikipedia, the free encyclopedia
Hallmar Sigurðsson (21. maí 1952 - 30. janúar 2016) var íslenskur leikari og leikstjóri. Hann var leikhússtjóri Borgarleikhússins frá 1987-1991.
Hallmar Sigurðsson | |
---|---|
Fæddur | Hallmar Sigurðsson 21. maí 1952 Ísland |
Dáinn | 30. janúar 2016 (63 ára) Reykjavík |
Hallmar fæddist á Húsavík og foreldrar hans voru Sigurður Hallmarsson skólastjóri og Herdís Birgisdóttir húsmóðir.
Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1972, BA prófi í leikhús- og listfræðum frá Stokkhólmsháskóla árið 1976, leikstjórnarnámi frá Dramatiska Institutet (DI) í Stokkhólmi 1978 og MA gráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2008.
Að loknu námi starfaði Hallmar sem leikari, leikstjóri, við leikritun og sem leiklistarkennari í Svíþjóð og á Englandi. Hann var leikstjóri hjá Sænska ríkisleikhúsinu í Örebro, við leikhúsið í Harnesönd og starfaði einnig sem sérfræðingur við leiklistardeild BBC í London.
Hallmar starfaði lengi sem leikstjóri hjá Útvarpsleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Húsavíkur og við Listaháskóla Íslands. Hann var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur frá 1987 til 1991.
Hallmar varð síðar fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið. Hann leikstýrði nokkrum uppfærslum við Þjóðleikhúsið í Ljubljana í Slóveníu. Hann var verkefnisstjóri leiklistar við Ríkisútvarpið um sjö ára skeið og umsjónarkennari í Prisma – samstarfsverkefni LHÍ og Háskólans á Bifröst.
Síðustu æviár sín var Hallmar framkvæmdastjóri Arkitektafélags Íslands.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.