Remove ads
Höfuðborg Slóveníu From Wikipedia, the free encyclopedia
Ljubljana er höfuðborg Slóveníu og stærsta borg landsins. Borgin er staðsett í miðju landinu. Í norðri eru Alpafjöllin, Adríahafið í vestri og Pannoniusléttan í austri. Borgin breiðir úr sér yfir um 273 km² svæði, er 298 m yfir sjávarmáli og þar búa um 295 þúsund manns (2020).
Ljubljana | |
---|---|
Hnit: 46°03′05″N 14°30′22″A | |
Land | Slóvenía |
Stjórnarfar | |
• Borgarstjóri | Zoran Janković |
Flatarmál | |
• Samtals | 163,8 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 295 m |
Mannfjöldi (2020) | |
• Samtals | 295.504 |
• Þéttleiki | 1.712/km2 |
Tímabelti | UTC+1 (CET) |
• Sumartími | UTC+2 (CEST) |
Póstnúmer | 1000–1211, 1231, 1260, 1261 |
Svæðisnúmer | 01 |
Vefsíða | ljubljana |
Ljubljana er skipt í nokkur hverfi, sem voru áður fyrr sveitarfélög, þau helstu eru Šiška, Bežigrad, Vič, Moste, and Center, þessi hverfi þjóna einnig sem kjördæmi.
Landsvæðið þar sem Ljubljana liggur, sem áður tilheyrði Júgóslavíu, hefur verið byggt frá því á forsögulegum tíma. Miðað er við að borgin hafi verið stofnuð árið 15, þá sem Colonia Iulia Aemona (Emona), nýlenda Rómaveldis. Árið 425 réðust Húnar undir forystu Atla Húnakonungs á borgina og lögðu í rúst.
Elstu rituðu heimildir þar sem minnst er á Ljubljana eru frá árinu 1144 á þýsku (þ. Laibach) og latnesku (l. Luwigana). Árið 1200 fékk Ljubljana kaupstaðarréttindi og varð hluti af Habsborgarveldinu árið 1335 þar til það leið undir lok í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar árið 1918. Á því tímabili var Ljubljana höfuðborg Carniola-hertogadæmisins. Þar var biskupsstóll stofnaður 1461. Árið 1511 reið yfir öflugur jarðskjálfti og þá eyðilagðist Ljubljanakastali.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.