Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Umhverfis- og auðlindaráðherra Íslands 2017- From Wikipedia, the free encyclopedia

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson (f. 28. mars 1977) er íslenskur stjórnmálamaður sem var þingmaður og oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi frá 2021 til 2024. Guðmundur var varaformaður Vinstri grænna frá 2019 til 2024 og aftur frá 2024. Guðmundur Ingi gegndi formennsku í VG í hálft ár árið 2024.

Staðreyndir strax Félags- og vinnumarkaðsráðherra Íslands, Forsætisráðherra ...
Loka

Hann var umhverfis- og auðlindaráðherra frá 2017 til 2021 utan þings og félags- og vinnumarkaðsráðherra frá 2021 til 2024. Sem umhverfis- og auðlindaráðherra var hann utan þings en gaf síðan kost á sér í forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2021. Hann ásamt öllum þingmönnum Vinstri grænna datt út af þingi í alþingiskosningunum 2024. Hann var framkvæmdastjóri Landverndar frá 2011 til 2017.[1] Guðmundur Ingi er fyrsti samkynhneigði karlmaður á Íslandi til þess að vera ráðherra.

Starfsferill

Guðmundur Ingi er með BSc-próf í líffræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í umhverfisfræði frá Yale-háskóla. Hann hefur unnið við rannsóknir í vistfræði og umhverfisfræði við Háskóla Íslands og hjá Landgræðslu ríkisins. Síðan starfaði hann á Veiðimála­stofn­un á Hólum í Hjartadal. Frá 2006 til 2017 var hann stundakennari við Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólasetur Vestfjarða. Einnig starfaði hann sem landvörður í Þingvallaþjóðgarði og Vatnajökulsþjóðgarði.[2] Hann var einn af stofnendum Félags umhverfisfræðinga á Íslandi og var formaður þess frá 2007 til 2010.[2][3]

Guðmundur var sjálfkjörinn í embætti varaformanns Vinstri grænna á flokksþingi þeirra þann 19. október 2019.[4] Stærsta verkefni Guðmundar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var frumvarp um hálendisþjóðgarð en það varð ekki að lögum á kjörtímabilinu.[5] Guðmundur Ingi varð félags- og vinnumarkaðsráðherra í annarri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eftir alþingiskosningarnar 2021. Þann 5. apríl 2024 eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur varð Guðmundur Ingi, sem að var varaformaður flokksins að formanni Vinstri grænna. Í september 2024 tilkynnti hann að hann myndi ekki sækjast eftir því að verða áfram formaður flokksins og lýsti yfir stuðningi við Svandísi Svavarsdóttur sem formanni.[6] Guðmundur Ingi var í kjölfarið endurkjörinn varaformaður flokksins.

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.