From Wikipedia, the free encyclopedia
Gásfuglar (fræðiheiti: Anseriformes) eru ættbálkur fugla sem skiptast í þrjár ættir: hornagldaætt (Anhimidae), skjógæsaætt (Anseranatidae) og andaætt (Anatidae), sem inniheldur meðal annars gæsir, svani og endur.
Hópurinn er sérstaklega aðlagaður að lífi í eða við vatn[1], og deila því flestar tegundir einkennum á borð við sundfit á milli annarar og fjórðu tá[2]. Flestar eru tegundirnar jurtaætur og/eða síarar, og sía smávægileg krabbadýr, dýra- og plöntusvif, úr vötnum, ám, tjörnum og jafnvel hafinu. Sumar tegundir þeirra á meðal æðarfuglinn (Somateria molissima) borða stærri bráð sem hún eltir uppi eins og stærri krabbadýr, snigla og skeldýr. Til marks um skuldbindingu þeirra við vatn er vert að athuga að endur, gæsir og álftir fella nær allar fjaðrir sínar samtímis, og kallast það að vera í sárum, sem gerir þær tímabundið ófleygar. Því eru þær bundnar vatni yfir fellitímann[3].
Tegundir innan þessa ættbálks má finna um heim allan í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandi einu undanskildu.
Áhugavert einkenni hópsins er að flestar tegundir hans hafa getnaðarlim, sem megn fuglategunda hafa glatað.
Mjög ólíkt er á milli hópa hvernig uppeldi og ummönnun foreldra er háttað. Í gæsum og álftum eru báðir foreldrar sem sinna ungviði, en í öndum sjá kollurnar nær alfarið um uppeldi. Þrátt fyrir þetta virðast pör halda nokkuð vel saman milli ára. Sem afleiðing af þessu eru kollur og steggir (kvenkyns og karlkyns endur) nokkuð ólík í útliti. Kollurnar eru nokkuð dræmar, oftast gráar eða brúnar og falla því ágætlega inn í umhverfið sitt, á meðan steggirnir skara út úr umhverfinu. Þessi munur stafar af samblandi af náttúrulegu vali og kynjuðu vali. Í gæsum og svönum deila kynin þó útliti með mestu, en oftast er aðeins smávægilegur stærðarmunur ef einhver munur er yfirhöfuð. Þessi hópamunur stafar líklega sökum skiptingu foreldrahlutverka, og fylgjandi álagi, í mismunandi hópunum[4].
Í ættbálki gásfugla eru fleiri en 170 tegundir. Af þeim eru 22 tegundir sem telja má til íslenskra fugla (sjá töflu 1.). Allar eru þær meira og minna að finna um land allt, að hrafnsönd (Melanitta nigra) og húsönd (Bucephala islandica) undanskildum, en þær verpa nær eingöngu á Mývatni eða í grennd við vatnið. Aðrar tegundir, eins og skeiðönd (Anas clypeata) og grafönd (Anas acuta) er að finna víðsvegar en í litlu magni. Æðarfuglinn er eina öndin sem situr ávallt á sjó, en margar hinna tegundanna er að finna á hafi að vetrarlagi.
Ljósmynd | Íslenskt heiti | Tvínefni |
---|---|---|
Svanir og gæsir | Anserinae | |
Svanir | Cygnus | |
Álft | Cygnus cygnus | |
Gráar gæsir | Anser | |
Blesgæs | Anser albifrons | |
Grágæs | Anser anser | |
Heiðagæs | Anser brachyrhynchus | |
Svartar gæsir | Branta | |
Helsingi | Branta leucopsis | |
Margæs | Branta bernicla (hrota) | |
Gæsendur | Tadorna | |
Brandönd | Tadorna tadorna | |
Endur | Anatinae | |
Buslendur | Anatini | |
Gargönd | Anas strepera | |
Grafönd | Anas acuta | |
Rauðhöfðaönd | Anas penelope | |
Skeiðönd | Anas clypeata | |
Stokkönd | Anas platyrhynchos | |
Urtönd | Anas crecca | |
Kafendur | Aythyinae | |
Duggönd | Aythya marila | |
Skúfönd | Aythya fuligula | |
Sjóendur | Merginae | |
Hávella | Clangula hyemalis | |
Hrafnsönd | Melanitta nigra | |
Húsönd | Bucephala islandica | |
Straumönd | Histrionicus histrionicus | |
Æðarfugl | Somateria mollissima | |
Fiskendur | Mergus | |
Gulönd | Mergus merganser | |
Toppönd | Mergus serrator |
Þar að auki eru tíðir gestir á borð við akurgæs (Anser fabalis) og hvinönd (Bucephala clangula) sem sjást hér á landi hvert einasta ár, en verpa allajafna ekki.+
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.