From Wikipedia, the free encyclopedia
Toppönd (fræðiheiti: Mergus serrator) er önd sem er bæði staðfugl og farfugl á Íslandi. Toppendur eru önnur tveggja tegunda af ættkvíslinni Mergus hér á landi, en það þýðir að hún er fiskiönd; hin kallast gulönd. Fiskiendur eru kafendur sem éta nær eingöngu seiði og smáfisk. Hún er víðast hvar mjög styggur fugl. Toppendur eru algengar um allt land nema á hálendinu. Stofnstærðin er talin 2.000–4.000 varppör. Heimilt er að veiða toppendur og mun eitthvað gert af því.
Lengd: 52 – 58 sm. | Þyngd: 900 – 1350 g. | Vænghaf: 67 – 82 sm.
Hálslöng og rennileg, grannvaxin, vaxtarlagið minnir á skarfa og brúsa. Hún er með langan mjóan gogg og áberandi stríðan tvítopp í hnakka. Rauðleitur goggurinn er langur og mjór með þyrnitönnum sem auðveldar fuglinum að ná taki á hálum fiski. Fætur eru rauðir með dekkri fitjum og augu eru rauð. Flýgur venjulega lágt og hratt. Tilhugalífið er oft afar fjörlegt og mikil læti. Lætur helst heyra í sér í tilhugalífinu með rámu gargi.
Kafendur – fiskiendur, sem éta nær eingöngu seiði og smáfisk eins og nafnið gefur til kynna. Oftast eru hornsíli aðalfæða toppandarinnar.
Varpsvæði eru lyngmóar eða kjarrlendi. Hreiðrin eru fóðruð með eigin dúni og eru falin vel og verpa því gjarnan í holur og glufur (t.d. í hrauni). Varptíminn er í júní og fram í ágúst. Eggin eru sjö til tólf talsins.
Leyfðar eru veiðar á toppöndini frá 1. september til 15. mars ár hvert [1]. Meðalveiði sl. fimm ára hafa verið 625 fuglar á ári [2].
Finnst við stöðuvötn, ár og stendur, aðallega á láglendi en er sjaldgæf á hálendinu. Hreiðrið er vel falið í gróðri eða holum og sprungum, fóðrað með sinu og dúni. Á veturna leitar hún út á sjó og steggir fella fjaðrirnar aðallega á sjó. Hluti stofnsins hefur vetursetu á Bretlandseyjum verpur á breiðu belti allt umhverfis Norðurheimskautið.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.