From Wikipedia, the free encyclopedia
Stokkönd (fræðiheiti: Anas platyrhynchos) er fugl af andaætt. Hún er að mestu leyti staðfugl á Íslandi. Stokkendur eru algengasta og jafnframt þekktasta andartegundin hér á landi fyrir utan æðarfugl. Stokkendur eru buslendur. Áætlað er að varpstofninn sé 10.000-15.000 pör og einhvers staðar á milli 20.000 til 40.000 fuglar dvelji hér yfir veturinn. Stokkendur eru talsvert veiddar til matar. Sennilega útbreiddasta öndin á láglendi en er sjaldgæf á hálendinu. Hefur mikla aðlögunarhæfni og er oft í nánu sambýli við manninn. Stokkandarsteggurinn er nefndur grænhöfði, og stokköndin við Mývatn er stundum kölluð stóra gráönd.
Stokkönd | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Tveir stokkandarsteggir (grænhöfðar) og ein kolla | ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Ástand stofns: Í lítilli hættu | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Anas platyrhynchos Linnaeus, 1758 | ||||||||||||||||
Lengd: 52 – 56 cm. | Þyngd: 710 – 1440 g. | Vænghaf: 80 – 98 cm.
Stundum er stokkönd kölluð grænhöfðaönd því blikinn er með grænan haus og mjög skrautlegur. Hann er í felubúningi júní – ágúst. Goggur karlfugls er gulgrænn með svartri nögl, goggur kvenfugls er daufgulrauður oft með flekkjum. Fætur beggja kynja eru rauðgulir og augu dökk. Kollan er hávær, garg hennar er rámt “bra-bra” steggurinn er hljóðlátur, flautar í biðilsleikjum.
Ýmiss vatna- og landgróður en einnig smádýr svo sem lirfur, skeldýr og kuðungar.
Eru einkennandi fyrir andapolla víða um land til dæmis Tjörnina í Reykjavík. Þær halda sig við vötn og votlendi, helst kjósa þær tjarnir með sef- og starargróðri. Á veturna eru þær helst við sjóinn og einnig inn til lands þar sem ferskvatn leggur ekki. Stokkendur verpa 8-10 eggjum fyrstar anda, eða síðast í apríl og í maí. Kollan liggur ein á eggjunum sem klekjast út á 4 vikum.
Sést víða um land á veturna. Sumir hafa vetursetu á Bretlandseyjum. Algeng um allt norðurhvel jarðar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.