Evruseðlar eru peningaseðlar hins sameiginlega gjaldmiðils ESB. Þeir voru fyrst settir í umferð 1. janúar 2002. Ólíkt evrumynt eru seðlarnir eins báðum megin í öllum þáttökuríkjum. Í stað einstakra þjóðlegra tákmynda sýna evruseðlarnir ímynduð dæmi frá tímabilum í listasögu Evrópu. Framhliðarnar sýna hlið eða glugga sem tákna „opinleika“ en bakhliðarnar sýna brýr, tákn um „samtengingu“.
Fyrsta útgáfa (2002-2011)
Fyrsta útgáfa sýnir skammstöfun Seðlabanka Evrópu á tungumálum 15 aðildarríkja ESB (1999). „Evra“ er skrifuð með latnesku og grísku letri. Skipt hefur verið um seðlabankastjóra einu sinni og eru því tvær mögulegar undirskriftir. Ráðgert er að ný útgáfa fari í umferð árið 2011. Þá verður fleiri skammstöfunum bætt við sem og Kýrillísku letri.
Útlit | Upphæð | Stærð (mm) | Litur | Tímabil | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Framhlið | Bakhlið | Arkitektúr | öld | ||||
5€ | 120 × 62 | Grár | Klassískur stíll | < 5. | |||
10€ | 127 × 67 | Rauður | Miðaldastíll | 11.-12. | |||
20€ | 133 × 72 | Blár | Gotneskur stíll | 13.-14. | |||
50€ | 140 × 77 | Appelsínugulur | Endurreisnarstíll | 15.-16. | |||
100€ | 147 × 82 | Grænn | Barokk & Rókókó | 17.-18. | |||
200€ | 153 × 82 | Gulur | Nítjándualdarstíll | 19.-20. | |||
500€ | 160 × 82 | Fjólublár | Nútíma byggingarlist | 20. > | |||
Tengt efni
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.