Latneskt stafróf
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Latneskt stafróf eða latnesk stafgerð sem einnig er stundum nefnt rómverskt stafróf, er algengasta stafróf sem notað er í heiminum. Í því eru 26 meginbókstafir, en notast er við ýmsa viðbótarstafi í flestum málum í Evrópu, Norður- Mið- og Suður-Ameríku, Afríku sunnan Sahara, og í Eyjaálfu.
Þegar talað er um nútímalatneskt stafróf á það við eftirfarandi stafaröð:
A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | O | P | Q | R | S | T | U | V | W | X | Y | Z |
a | b | c | d | e | f | g | h | i | j | k | l | m | n | o | p | q | r | s | t | u | v | w | x | y | z |
Upprunalega samanstóð latneska stafrófið af eftirfarandi 21 bókstaf í þessari röð:
A | B | C | D | E | F | Z | H | I | K | L | M | N | O | P | Q | R | S | T | V | X |
a | b | c | d | e | f | z | h | i | k | l | m | n | o | p | q | r | s | t | v | x |
Gríski bókstafurinn gamma varð að C í latnesku letri, en sá stafur táknaði bæði /g/ og /k/. Síðar var G notað til að tákna /g/ og C notað fyrir /k/. Bókstafurinn K var sjaldan notaður og jafngilti bókstafnum C. Einnig voru bókstafir Y og Z teknir í notkun í latnesku til að skrifa tökuorð úr grísku. Þegar leið fram á miðaldir innihélt latneska stafrófið eftirfarandi 23 bókstafi:
A B C D E F G H I K L M N O P Q R S T V X Y Z
Voru þeir kallaðir:
ā [[aː]], bē [[beː]], cē [[keː]], dē [[deː]], ē [[eː]], ef [[ɛf]], gē [[geː]], hā [[haː]], ī [[iː]], kā [[kaː]], el [[ɛl]], em [[ɛm]], en [[ɛn]], ō [[oː]], pē [[peː]], qū [[kuː]], er [[ɛr]], es [[ɛs]], tē [[teː]], ū [[uː]], ex [[ɛks]], ī Graeca [[iː 'graɪka]], zēta [['zeːta]]
Enn seinna á miðöldum var bókstafurinn W tekinn upp til að tákna hljóð frá germönskum tungumálum (upprunalega var W samansett úr tveimur V) sem voru ekki til í latínu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.