August Immanuel Bekker

From Wikipedia, the free encyclopedia

August Immanuel Bekker

August Immanuel Bekker (21. maí 17857. júní 1871) var þýskur textafræðingur og fornfræðingur.

Thumb
August Immanuel Bekker.

Æviágrip

Bekker fæddist í Berlín.

Hann hlaut menntun í fornfræði við háskólann í Halle undir leiðsögn Friedrichs Augusts Wolf, sem taldi Bekker efnilegasta nemanda sinn. Árið 1810 var hann skipaður prófessor í heimspeki við Berlínarháskóla. Á árunum 1810 til 1821 ferðaðist hann víða um Frakkland, Ítalíu, England og Þýskaland og rannsakaði forn handrit og viðaði að sér efni til að nota í ritstjórnarvinnu sinni.

Eitthvað af rannsóknum hans birtist í Anecdota Graeca, (1814-1821) en helstu afrek hans voru útgáfur hans á textum hinna ýmsu fornu höfunda. Hann fékkst við nánast alla höfunda forngrískra bókmennta að harmleikjaskáldum og lýrískum skáldum undanskildum. Hann er einkum þekktur fyrir útgáfu sína á verkum Aristótelesar (1831-1836) en fyrir útgáfur sínar á verkum Platons (1816-1823), attísku ræðumönnunum (1823-1824), Aristófanesar (1829) og býsönskum sagnariturum í 25 bindum (Corpus Scriptorum Historiae Byzantinae). Einu latnesku höfundarnir sem hann fékkst við voru Livius (1829-1830) og Tacitus (1831).

Bekker fékkst einungis við textafræði og textarýni og hélt sig handritin sjálf. Hann lagði lítið af mörkum til allmennrar fræðilegrar umræðu. Bekker-tölur eru oft notaðar í fræðilegum útgáfum verka til þess að vísa til staða í verkunum.

Heimild

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.