Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Auður Auðuns (f. á Ísafirði 18. febrúar 1911 - d. 19. október 1999) var íslenskur lögfræðingur og stjórnmálamaður. Hún var fyrsta konan sem útskrifaðist á Íslandi sem lögfræðingur og fyrsta konan sem varð borgarstjóri Reykjavíkur og ráðherra á Íslandi.
Auður Auðuns | |||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Dóms- og kirkjumálaráðherra Íslands | |||||||||
Í embætti 10. október 1970 – 14. júlí 1971 | |||||||||
Forsætisráðherra | Jóhann Hafstein | ||||||||
Forveri | Jóhann Hafstein | ||||||||
Eftirmaður | Ólafur Jóhannesson | ||||||||
Borgarstjóri Reykjavíkur[a] | |||||||||
Í embætti 19. nóvember 1959 – 6. október 1960 | |||||||||
Forveri | Gunnar Thoroddsen | ||||||||
Eftirmaður | Geir Hallgrímsson | ||||||||
Alþingismaður | |||||||||
| |||||||||
Borgarfulltrúi í Reykjavík | |||||||||
| |||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||
Fædd | 18. febrúar 1911 Ísafirði, Íslandi | ||||||||
Látin | 19. október 1999 (88 ára) Droplaugarstöðum, Reykjavík, Íslandi | ||||||||
Stjórnmálaflokkur | Sjálfstæðisflokkurinn | ||||||||
Maki | Hermann Jónsson (g. 1936) | ||||||||
Börn | 4 | ||||||||
Háskóli | Háskóli Íslands | ||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Auður var dóttir Jóns Auðuns Jónssonar alþingismanns, fyrst fyrir Íhaldsflokkinn og svo seinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og Margrétar Guðrúnar Jónsdóttur. Auður tók stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík árið 1929 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1935, fyrst íslenskra kvenna. Ári seinna giftist hún Hermanni Jónssyni, hæstaréttarlögmanni og eignaðist með honum fjögur börn; Jón (1939), Einar (1942), Margréti (1949) og Árna (1954).
Auður starfaði sem lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur á árunum 1940 til 60. Hún var bæjar- og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík 1946-1970, forseti bæjarstjórnar og síðar borgarstjórnar 1954 til 1959 og 1960 til 1970. Auður var fyrsta konan sem gegndi embætti borgarstjóra í Reykjavík en hún gegndi embættinu ásamt Geir Hallgrímssyni frá 19. nóvember 1959 til 6. október 1960.
Hún var alþingismaður Reykvíkinga 1959 til 74 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1967. Hún var skipuð dóms- og kirkjumálaráðherra þann 10. október 1970 og gegndi embættinu fram á mitt sumar 1971. Hún var fyrsta íslenska konan til að gegna ráðherraembætti. Loks má geta þess að hún sat í útvarpsráði 1975 til 1978.
Auður var virk í Kvenréttindafélagi Íslands og var gerð að heiðursfélaga þess, 19. júní 1985 þegar sjötíu ár voru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Landssamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík gáfu út Auðarbók Auðuns árið 1981 í tilefni af sjötugsafmæli Auðar.
Ég er alin upp í borgaralegum hugsunarhætti eins og hann gerist beztur og fellur hann saman við stefnuyfirlýsingu míns flokks, Sjálfstæðisflokksins. Hann felst í virðingunni fyrir einstaklingnum og frjálsræði hans og þeirri ábyrgðartilfinningu, sem hver einstaklingur þarf að hafa. | ||
— Viðtal við Morgunblaðið í ágúst 1983 |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.