Apis mellifera scutellata er ein undirtegund alibýflugna. Útbreiðsla hennar er á hálendi mið og suðurhluta Afríku (Kenía, Tansanía og Suður-Afríku, í 600 til 2000m hæð).[1] Hún er önnur formóðir svonefndra drápsbýflugna sem hafa breiðst út í Suður- og Mið- Ameríku og oft valdið verulegum vandræðum.
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| ||||||||||||||||||||||
Þrínefni | ||||||||||||||||||||||
Apis mellifera scutellata Lepeletier, 1836 | ||||||||||||||||||||||
Útbreiðsla A. m. capensis er merkt græn og A.m. scutellata blá. Blendingssvæði er grátt. | ||||||||||||||||||||||
Þrátt fyrir verulega árásargirni er undirtegundin vel metin í hunangsframleiðslu vegna sjúkdómaþols og hraða uppbyggingar búa og sérstaklega mikillar hunangsframleiðslu. Á síðari tímum hefur komið upp afbrigði af A. m. capensis (skyld og lík undirtegund) sem er með þernur sem geta verpt drottningum (meyæxlun). Vegna skyldleikans virðast þær geta komist inn í búið án vandkvæða, og með fjölda drottninga svelta þær á endanum búið sem þær setjast að í.[2]
Tilvísanir
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.