Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Sir Andrew Fielding Huxley (fæddur 22. nóvember 1917, dáinn 30. maí 2012) var breskur lífeðlisfræðingur og handhafi Nóbelsverðlaunanna í lífeðlis- og læknisfræði árið 1963.
Lífvísindi 20. öld | |
---|---|
Nafn: | Andrew Fielding Huxley |
Fæddur: | 22. nóvember 1917 í Hampstead á Englandi |
Látinn | 30. maí 2012 (94 ára) í Cambridge á Englandi |
Svið: | Lífeðlisfræði |
Markverðar uppgötvanir: |
Boðspenna taugafrumna |
Alma mater: | Háskólinn í Cambridge |
Helstu vinnustaðir: |
Háskólinn í Cambridge University College London |
Verðlaun og nafnbætur: |
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði 1963 |
Andrew Huxley fæddist í Hampstead í Lundúnaborg þann 22. nóvember árið 1917. Hann var yngsti sonur útgefandans og rithöfundarins Leonard Huxley og seinni konu hans, Rosalind Bruce. Hann var því hálfbróðir líffræðingsins Julian Huxley og rithöfundarins Aldous Huxley og sonarsonur líffræðingsins T. H. Huxley.
Um miðjan fjórða áratuginn hófu Andrew Huxley og Alan Hodgkin tilraunir sínar á taugafrumum með það að markmiði að leiða í ljós hvernig boð berast eftir taugasímum frá miðtaugakerfi til annarra frumna og vefja. Í byrjun unnu þeir með taugafrumur úr froskdýrum, en eftir að þeir skiptu yfir í frumur úr smokkfiski, en þær hafa óvenju stóra og svera síma, auðnaðist þeim að setja upp tilraunir með spennuþvingu (e. voltage clamp) sem gerðu þeim kleift að mæla spennubreytingar yfir frumuhimnu taugasímans.[1] Að lokinni Heimsstyrjöldinni síðari héldu þeir áfram rannsóknum sínum og lögðu fram líkan það sem við þá er kennt og lýsir boðspennu og flutningi hennar eftir taugasíma.[2]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.