sænsk poppsöngkona From Wikipedia, the free encyclopedia
Zara Maria Larsson[3] (f. 16. desember 1997) er sænsk poppsöngkona. Hún varð fyrst fræg árið 2008 þegar hún var 10 ára eftir að hafa unnið aðra þáttaröðina af hæfileikaþáttarins Talang, sem er sænska útgáfan af Got Talent þáttunum.[4] Hún er þekkt fyrir smáskífur sínar eins og „Lush Life“ (2015), „Never Forget You“ (2015), „Girls Like“ (2016) ásamt Tinie Tempah, „Ain't My Fault“ (2016), „Symphony“ (2017) ásamt Clean Bandit, og „Ruin My Life“ (2018).
Zara Larsson | |
---|---|
Fædd | Zara Maria Larsson[1] 16. desember 1997 |
Störf | Söngvari |
Ár virk | 2008–í dag |
Tónlistarferill | |
Stefnur | |
Hljóðfæri | Rödd |
Útgefandi |
|
Vefsíða | zaralarssonofficial |
Árið 2012 skrifaði Larsson undir samning við TEN Music Group og gat í kjölfarið út fyrstu stuttskífu sína, Introducing, í janúar 2013. Með stuttskífunni kom út fyrsta frumsamda smáskífa Larsson, „Uncover“, sem fór á topp vinsældalista í Skandinavíu og hefur verið viðurkennd sem sexföld platínu smáskífa í Svíþjóð.[5][6]
Í kjölfar velgengni hennar í Skandinavíu skrifaði Larsson undir þriggja ára samning við Epic Records í Bandaríkjunum árið 2013.[7][8] Fyrsta breiðskífa hennar, 1, kom út árið 2014. Árið 2016 kom hún fram á opnunar- og lokaathöfnum UEFA Euro í Frakklandi.[9] Önnur breiðskífa hennar og fyrsta alþjóðlega platan, So Good, kom út í mars 2017. Þriðja breiðskífa hennar, Poster Girl, kom út í mars 2021. Báðar plöturnar náðu alþjóðlegri velgengni. Fjórða breiðskífa hennar, Venus, mun koma út þann 9. febrúar 2024.
Þann 13. október 2017 hóf Larsson tónleikaferðalagið sitt So Good World Tour í Laugardalshöll í Reykjavík.[12] Árið 2021 hitaði hún upp fyrir breska söngvarann Ed Sheeran þegar hann hélt sína tónleika á Laugardalsvelli í ágúst 2021.[13] Þann 16. mars 2024 er hún væntanleg með tónleika í Eldborg í Hörpu sem hluti af Venus Tour tónleikaferðalaginu, en tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram í Laugardalshöll.[14][15]
Fyrirmynd greinarinnar var „Zara Larsson“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. desember 2023.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.