From Wikipedia, the free encyclopedia
Virginia Woolf (25. janúar 1882 – 28. mars 1941) var breskur rithöfundur, gagnrýnandi og feministi. Hún er í hópi áhrifamestu skáldsagnahöfunda á 20. öld. Auk þess sem verk hennar höfðu mikil áhrif á kvennabaráttu 20. aldar, var Virginia brautryðjandi nýrra aðferða við skáldsagnaritun með notkun hugflæðis og innra eintals. Hún skrifaði um hversdagslega atburði, lagði ekki áherslu á flóknar fléttur eða djúpa persónusköpun heldur á tilfinningalíf og hugmyndir söguhetjanna. Þar takmarkaði hún sig ekki við eina söguhetju heldur ferðaðist úr hugarfylgsnum einnar persónu til annarrar, The Waves er líklega besta dæmi þess. Þekktasta bók Virginiu er þó eflaust skáldsagan To the Lighthouse frá 1927. Nokkrar kvikmyndir hafa verið gerðar um líf skáldkonunnar, nú síðast The Hours (2002) með Nicole Kidman í hlutverki Virginiu.
Virginia Woolf giftist Leonard Woolf, gagnrýnanda, árið 1912. Saman stofnuðu þau Hogarth Press árið 1917. Heimili þeirra var samkomustaður fjölda listamanna, skálda og gagnrýnenda, og kallaðist sá hópur Bloomsbury-hópurinn.
Árin 1895 og 1915 fékk hún taugaáföll, en hún átti við geðræn vandamál að stríða.
Virginia framdi sjálfsmorð þann 28. mars 1941 með því að drekkja sér. Eiginmaður hennar, Leonard, ritstýrði flestum verka hennar sem gefin voru út eftir andlát hennar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.