Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Bloomsbury-hópurinn (Bloomsbury Group) var félagsskapur nokkurra enskra rithöfunda, menntamanna, heimspekinga og listamanna á fyrri helmingi 20. aldar. Í upphafi samanstóð hann einkum af vinum og kunningjum sem höfðu verið við nám í Cambridge-háskóla eða tengdust honum á einn eða annan hátt og bjuggu í eða í nágrenni Bloomsbury-hverfisins í London. Meðlimirnir voru gagnrýnir á ríkjandi viðhorf í ensku samfélagi samtíma síns og höfðu með verkum sínum mikil áhrif á samfélagsumræðu, bókmenntir, fagurfræði, listir og hagfræði.
Helstu meðlimir Bloomsbury-hópsins voru: Clive Bell (listfræðingur og gagnrýnandi), Vanessa Bell (listmálari), E. M. Forster (rithöfundur), Roger Fry (listmálari og gagnrýnandi), Duncan Grant (listmálari), John Maynard Keynes (hagfræðingur), Desmond MacCarthy (rithöfundur og gagnrýnandi), Lytton Strachey (rithöfundur og gagnrýnandi), Leonard Woolf (rithöfundur, gagnrýnandi og útgefandi), Virginia Woolf (rithöfundur).
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.