Bandarískur stjórnmálamaður From Wikipedia, the free encyclopedia
Paul Davis Ryan yngri (f. 29. janúar 1970) er bandarískur stjórnmálamaður sem var 54. forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Ryan var varaforsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetaframboði Mitts Romney árið 2012.[1]
Paul Ryan | |
---|---|
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings | |
Í embætti 29. október 2015 – 3. janúar 2019 | |
Forveri | John Boehner |
Eftirmaður | Nancy Pelosi |
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 1. kjördæmi Wisconsin | |
Í embætti 3. janúar 1999 – 3. janúar 2019 | |
Forveri | Mark Neumann |
Eftirmaður | Bryan Steil |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 29. janúar 1970 Janesville, Wisconsin, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Repúblikanaflokkurinn |
Maki | Janna Little (g. 2000) |
Börn | 3 |
Háskóli | Háskólinn í Miami |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Ryan sat á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir fyrsta kjördæmi Wisconsin-fylkis frá árinu 1999 til ársins 2019. Þann 29. október árið 2015 var Ryan kjörinn til að taka við af John Boehner sem forseti fulltrúadeildarinnar eftir að Boehner ákvað að setjast í helgan stein.[1] Ryan er fyrsti maðurinn frá Wisconsin sem hefur gegnt þessu hutverki. Þann 11. apríl árið 2018 lýsti Ryan því yfir að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í þingkosningunum sem haldnar yrðu síðar á árinu.[2]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.