Pantera
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Pantera er bandarísk þungarokkshljómsveit sem var stofnuð árið 1981 í Arlington í Texas í Bandaríkjunum. Hljómsveitina stofnuðu bræðurnir Vinnie Paul og Dimebag Darrell Abbott og spilaði fyrstu árin glysþungarokk. Árið 1986 vildi hljómsveitin breyta um stíl þar sem þeir voru hrifnir af nýjum straumum í þungarokki; þrassi. Kynntist hljómsveitin Phil Anselmo, söngvara frá Louisiana og varð hann nýr söngvari Pantera. Darrell fékk tilboð um að ganga í Megadeth en hafnaði því af þeirri ástæðu að bróðir hans yrði að spila með.
Pantera | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | Arlington í Texas í Bandaríkjunum |
Ár | 1981-2003 2022-í dag |
Stefnur | Groove metal Þungarokk Þrass Glysrokk |
Útgáfufyrirtæki | Metal Magic Atco Rhino East West Elektra |
Meðlimir | Rex Brown Phil Anselmo |
Fyrri meðlimir | Vinnie Paul Dimebag Darrell Terry Glaze Donny Hart Tommy Bradford |
Vefsíða | pantera |
Pantera naut vinsælda með plötunum Cowboys from Hell (1990) og Vulgar Display of Power (1992) með sínum þunga, nýja groove metal stíl sem blandaðist áhrifum úr þrassi. Bandið varð eitt stærsta þungarokksband 10. áratugarins í Bandaríkjunum og platan Far Beyond Driven (1994) náði toppnum á Billboard listanum.[1]
En upp úr 1996 varð spenna innan Pantera eftir að Anselmo varð háður heróíni og lést næstum af of stórum skammti. Samskiptaörðugleikar plöguðu hljómsveitina eftir það og fór Anselmo að einbeita sér að hliðarböndum sínum eins og Down. [2]
Abbott bræður ákváðu að leysa upp bandið árið 2003 og stofnuðu nýja hljómsveit, Damageplan, og gáfu út plötuna New Found Power árið 2004. Sú hljómsveit varði ekki lengi því á fyrsta tónleikaferðalagi sínu var Darrell skotinn til bana ásamt þremur öðrum á tónleikum bandsins í Columbus í Ohio. Ódæðismaðurinn, Nathan Gale, var skotinn til bana af lögreglu. Hann átti við alvarleg geðræn veikindi að stríða. [3]
Samkvæmt Vinnie Paul var enginn möguleiki á að endurreisa hljómsveitina. [4] Hann spilaði síðast með sveitinni Hellyeah. Vinnie lést árið 2018 úr hjartaáfalli.
Árið 2022 ákváðu eftirlifandi meðlimir hljómsveitarinnar, Phil og Rex, að koma saman aftur og spila sem Pantera á hljómleikaferðalagi árið 2023. Til að fylla í skarðið fyrir Abott bræður eru Zakk Wylde á gítar (Black Label Society, Ozzy Osbourne) og Charlie Benante á trommur (Anthrax). [5]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.