Blágreni (fræðiheiti: Picea engelmannii) er sígrænt barrtré af þallarætt. Fullvaxið tré nær 25-40 m hæð og 1,5 m stofnþvermáli. Blágreni er langlíft og nær allt að 900 ára aldri.

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Blágreni
Thumb
Grein blágrenis
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Greni (Picea)
Tegund:
P. engelmannii

Tvínefni
Picea engelmannii
Parry ex Engelm.
Loka
Thumb
Útbreiðsla
Thumb
Fullorðin tré.

Tegundin rekur uppruna sinn til vesturstrandar Norður-Ameríku og vex í fjalllendi frá Kanada suður að landamærum Mexíkó. Blágreni hefur þó verið plantað víða um heim í nytjaskógrækt, einkum í Evrópu.

Blágreni er náskylt bæði hvítgreni, sem vex norðar og austar í Klettafjöllunum, og sitkagreni, sem vex nær Kyrrahafsströndinni og blandar kyni með báðum tegundum.

Blágreni á Íslandi

Fyrstu blágrenin voru gróðursett á Íslandi í Mörkinni á Hallormsstað árið 1905. Hæstu trén eru komin yfir 20 metra [2][3] . Síðan 1955 hefur blágreni verið flutt inn reglulega og er mest af fræi fengið frá Colorado fylki BNA.

Nytjar

Blágreni er mikið notað í nytjaskógrækt fyrir framleiðslu timburs og pappírs. Viður þess kemur að sérstökum notum við gerð strengjahljóðfæra. Það er stundum notað sem jólatré, þó sjaldnar en rauðgreni.

Tengt efni

Heimildir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.