alþjóðlegur yfirumsjónaraðili knattspyrnu From Wikipedia, the free encyclopedia
Alþjóðaknattspyrnusambandið (franska: Fédération Internationale de Football Association, skammstöfun FIFA) er alþjóðlegur yfirumsjónaraðili knattspyrnu, futsal og strandfótbolta. Aðilar að sambandinu eru sex knattspyrnusambönd í öllum álfum heimsins.
Alþjóðaknattspyrnusambandið | |
---|---|
Kort af álfusamböndum FIFA. | |
Skammstöfun | FIFA |
Einkennisorð | For the game. For the world. |
Stofnun | 21. maí 1904 |
Gerð | Íþróttasamtök |
Höfuðstöðvar | Zurich, Sviss |
Hnit | 47°22′53″N 8°34′28″A |
Opinber tungumál | enska, franska, þýska, spænska |
Vefsíða | www.fifa.com |
FIFA skipuleggur alþjóðlegar knattspyrnukeppnir, þar á meðal Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Heimsmeistaramótið var fyrst haldið 1930 og var haldið í tuttugasta og fyrsta skipti í Rússlandi 2018.
Sambandið var stofnað 21. maí 1904 í París. Stofnfélagar voru knattspyrnusambönd Belgíu, Danmerkur, Frakklands, Hollands, Spánar, Svíþjóðar og Sviss. Höfuðstöðvar félagsins eru í Zürich, Sviss. 1908 varð Knattspyrnusamband Suður-Afríku fyrsta sambandið utan Evrópu sem sóttist eftir aðild. Núverandi forseti sambandsins er Gianni Infantino.
Fjórir forsetar hafa látist í embætti eða verið vikið frá störfum. Staðgenglar sem leystu þá af hólmi eru ekki taldir upp í listanum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.