Jón Árnason Skálholtsbiskup stóð fyrir því að nokkrir embættismenn á Alþingi rituðu bænaskrá til konungs þar sem þeir fóru þess á leit að bannað yrði að flytja brennivín til Íslands.
Félag lausakaupmanna á Skagaströnd reisti krambúð í Höfðakaupstað. Það er að stofni til sama hús og nú heitir Hillebrandtshús og er á Blönduósi.
5. október - Pólska erfðastríðið hófst eftir að Ágúst 3. var kjörinn til að taka við konungdómi eftir lát föður síns, Ágústs sterka. Rússar studdu hann en Frakkar Stanislaw 1. Leszczynski.
Þýskir herrnhutar fengu leyfi til að koma upp trúboðsstöð á Grænlandi.
Kristján 4. Danakonungur lagði hornstein að Kristjánsborgarhöll. Sú höll sem þá var reist brann 1794 og var þá ekki fullbyggð.
Fædd
13. mars - Joseph Priestley, breskur efnafræðingur og prestur (d. 1804).