From Wikipedia, the free encyclopedia
William Pitt yngri (28. maí 1759 – 23. janúar 1806) var breskur stjórnmálamaður úr Íhaldsflokknum sem naut mikilla áhrifa í breskum stjórnmálum í kringum aldamót 18. og 19. aldar. Hann varð yngsti forsætisráðherra Bretlands árið 1783 þegar hann var 24 ára. Hann lét af embætti árið 1801 en varð forsætisráðherra á ný frá 1804 til dauðadags árið 1806. Hann var jafnframt fjármálaráðherra mestalla embættistíð sína. Hann er kallaður William Pitt yngri til að greina hann frá föður sínum, William Pitt eldri, sem var einnig forsætisráðherra Bretlands.
William Pitt | |
---|---|
Forsætisráðherra Bretlands | |
Í embætti 19. desember 1783 – 1. janúar 1801 | |
Þjóðhöfðingi | Georg 3. |
Forveri | Hertoginn af Portland |
Eftirmaður | Henry Addington |
Í embætti 10. maí 1804 – 23. janúar 1806 | |
Þjóðhöfðingi | Georg 3. |
Forveri | Henry Addington |
Eftirmaður | William Grenville |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 28. maí 1759 Hayes, Kent, Englandi |
Látinn | 23. janúar 1806 (46 ára) Putney, Surrey, Englandi |
Stjórnmálaflokkur | Torýar |
Foreldrar | William Pitt eldri og Hester Grenville |
Undirskrift |
Ráðherratíð Pitt yngri var á konungstíð Georgs 3. og einkenndist af stórviðburðum og átökum í Evrópu, þar á meðan frönsku byltingunni og Napóleonsstyrjöldunum. Pitt er oft talinn til Torýa (þ.e.a.s. Íhaldsmanna síns tíma) en hann kallaði sjálfan sig „sjálfstæðan Vigga“ og var almennt séð á móti strangri flokkapólitík. Pitt leiddi Bretland í byrjun styrjaldanna miklu á móti Frakklandi Napóleons. Hann þótti afar hæfur skipuleggjandi sem beitti sér fyrir skilvirkni og umbótum auk þess sem hann miðlaði þekkingu sinni með ágætum til eftirmanna sinna. Hann hækkaði skatta til að fjármagna stríðið gegn Frakklandi og bægði niður róttæklinga og ofstækismenn innan Bretlands. Af ótta við að Írar myndu rísa gegn Bretum til að styðja Napóleon kom Pitt á nýjum sambandslögum árið 1800 sem sameinuðu Konungsríkin Stóra-Bretland og Írland í eitt konungdæmi. Hann reyndi einnig að veita kaþólikkum full borgararéttindi á ný en tókst ekki að fá samþykki fyrir því. Umbætur Pitt á stefnu Torýa, „nýi Torý-isminn“, gerði íhaldsmönnum kleift að halda í völd sín í um aldarfjórðung eftir hans dag.
Sagnfræðingurinn Asa Briggs hefur fært rök fyrir því að persónuleiki Pitt hafi ekki gert hann vinsælan meðal breskrar alþýðu vegna þess hve litlaus og ófélagslyndur hann var. Heiðarleiki hans og ötulleiki gerði honum þó kleift að blása Bretum eldmóð í brjóst og safna öllum heröflum þjóðarinnar.[1] Charles Petrie sagnfræðingur segir um hann að hann hafi verið einn besti forsætisráðherra Bretlands „þótt ekki sé nema vegna þess að honum tókst að leiða þjóðina úr gamla kerfinu til hins nýja án þess að koma af stað vopnuðum átökum. Hann skildi hið nýja Bretland.“[2]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.