From Wikipedia, the free encyclopedia
Wikileaks eru formlaus, alþjóðleg samtök af sænsku bergi brotin.[1] Samtökin birta greinar sem eru sendar inn nafnlaust og leka á internetið viðkvæmum upplýsingum frá ríkisstjórnum, fyrirtækjum og öðrum samtökum. Wikileaks slær skjaldborg um nafnleysi heimildamanna sinna og gæta þess að þeir séu órekjanlegir í hvívetna. Samtökin hafa ljóstrað upp að þau hafi verið stofnuð af óánægðum Kínverjum, ásamt fjölmiðlamönnum, stærðfræðingum og tæknimönnum sprotafyrirtækja frá BNA, Taívan, Evrópu, Ástralíu, og Suður Afríku.[2]
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Vefslóð | 213.251.145.96 |
---|---|
Gerð | Uppljóstranir |
Skráning | Private |
Hleypt af stokkunum | Desember 2006 |
Vefsíða samtakanna var sett á laggirnar árið 2006 og er rekin af The Sunshine Press.[3] Greinar í dagblöðum og tímaritinu The New Yorker (7. júní 2010) nefna ástralska fjölmiðlamanninn Julian Assange stjórnanda þess.[4] Innan við ári frá stofnun síðunnar var greint frá því að gagnagrunnur hennar hefði stækkað upp í 1,2 milljón skjala.[5] Meðal birtinga Wikileaks er "The collateral murder" einna mest áberandi.[6][7] Þeir hafa unnið slatta af fréttamiðla verðlaunum fyrir fréttaskýringar sínar.
Wikileaks varð opinbert í janúar 2007, þegar það birtist fyrst á vefnum.[8] Síðan sjálf greinir frá því að hún hafi verið „stofnuð af kínverskum andófsmönnum, fréttamönnum, stærðfræðingum og tæknimönnum sprotafyrirtækja, frá Bandaríkjunum, Taívan, Evrópu, Ástralíu og Suður Afríku".[2] Höfundar Wikileaks voru ónafngreindir í janúar 2007[9], þó að síðar hafi þeir verið uppljóstraðir af ónafnlausum aðilum eins og Julian Assange sem lýsti sér sem meðlim ráðgjafarstjórnar Wikileaks.[10] Hann var síðar nefndur sem stofnandi Wikileaks.[11] Þetta breyttist í júní 2009 þegar að síðan sagði ráðgjafa stjórn sína samanstanda af Assange, Phillip Adams, Wang Dan, CJ Hinke, Ben Laurie, Tashi Namgyal Khamsitsang, Xiao Qiang, Chico Whitaker, og Wang Youcai.[12] Á sama tíma var síðan komin með yfir 1.200 skráða sjálfboðaliða.[2] Samkvæmt Mother Jones tímaritinu árið 2010, sagði Khamsitsang að hann hafi aldrei samþykkt að vera ráðgjafi.[13]
Wikileaks segja að þeirra „aðaláhugasvið er að opinbera bælandi stjórnarfar í Asíu, fyrrum Sovétríkjunum, sunnanverðri Afríku og í Miðausturlöndunum, en við viljum líka komast til móts við fólk annars staðar frá sem vilja greina frá siðlausu hátterni ríkisstjórna þeirra og fyrirtækja."[2][14]
Í janúar 2007, greindi vefsíðan frá því að hún innihéldi yfir 1,2 milljón skjölum sem höfðu lekið og var að undirbúa birtingu þeirra.[15] Skjölin voru fengin með því að keyra Tor útgöngupunkt og njósna um notendaumferð, aðallega kínverskra hakkara.[16] Hópurinn hefur síðan þá birt fleiri marktæk skjöl sem hafa orðið forsíðuefni fréttamiðla, alveg frá útgjöldum búnaðar og það sem hefur verið gert upptækt í stríðinu í Afganistan til spillingar í Kenýa.[17]
Þeirra opinbera markmið er að tryggja það að uppljóstrarar og fréttamenn verði ekki settir í fangelsi fyrir að senda netpóst sem inniheldur viðkvæm eða trúnaðarupplýsingar, eins og gerðist fyrir kínverska fréttamanninn Shi Tao , sem var dæmdur í 10 ára fangelsi árið 2005 eftir að hafa gert opinber email frá kínverskum stjórnvöldum um afmælið á Tiananmen Square slátruninni.[18]
Verkefnið hefur fengið á sig líkingar við leka Daniel Ellsberg um ákvarðanatöku Pentagon í Víetnamstríðinu, árið 1971.[19] Í Bandaríkjunum má vernda suma skjalaleka með lögum. Hæstiréttur Bandaríkjana segir að Bandaríska stjórnarskráin tryggi nafnleysi, a.m.k. í pólitískri umræðu.[20] Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Whitley Strieber hefur talað um hvaða hag sé hægt að hafa af Wikileaks verkefninu, með tilliti til þess að „að leka ríkisskjölum getur sett mann í fangelsi, en fangelsisdómar fyrir þannig mál geta verið nokkuð stuttir. Sums staðar hinsvegar getur fólk endað lengi í fangelsi eða jafnvel verið leitt til dauða, t.d. í Kína, á ákveðnum stöðum í Afríku og Miðausturlöndunum."[21]
Síðan hefur unnið fjölda verðlauna, þar má nefna New Media verðlaunin frá tímaritinu Economist árið 2008[22] og í júní 2009, unnu Wikileaks og Julian Assange bresk verðlaun Amnesty International fyrir birtingu greinarinnar "Kenya: The Cry of Blood - Extra Judicial Killings and Disappearances" á árinu 2008,[23] skýrsla eftir alþjóðanefnd Kenýa um mannréttindi um morð sem lögreglan framdi í Kenýa .[24] Í maí 2010 var hún kosin í 1. sæti af „síðum sem myndu algjörlega breyta fréttum“.[6]
24. desember 2009 tilkynnti Wikileaks að það skorti styrki[25] og frysti allan aðgang að heimasíðu þess fyrir utan ákveðið eyðublað til að senda inn nýtt efni.[26] Efni sem hafði áður verið birt var ekki lengur opið. þó að sumir hefðu enn aðgang með óopinberum speglum.[27][28] Wikileaks sagði á vefsíðu sinni að það myndi halda áfram fullri starfsemi um leið og kostnaðurinn fyrir því hefði verið afgreiddur.[29][30] Wikileaks tók þessu sem eins konar árás "til að tryggja að allir sem tengjast síðunni hætti venjulegu starfi og þurfi að eyða tíma í að safna tekjum".[31] Í byrjun var vonast til þess að nóg af fé myndi safnast fyrir 6. janúar 2010,[32] en það var ekki fyrr en 3. febrúar 2010 sem WikiLeaks tilkynnti að það hafði safnað lágmarksfjáröflunarupphæð sinni.[33]
22. janúar 2010, frestaði PayPal framlögum til Wikileaks og frysti eignir þess. Wikileaks sagði að þetta hefði gerst áður, og hafði verið gert að "engri augljósri ástæðu".[34] Reikningurinn var enduropnaður 25. janúar 2010.[35]
18. maí 2010 gaf WikiLeaks það út að heimasíða þess og skjalasöfn væru komin aftur í gagnið.[36] Hins vegar hefur það ekki haldið áfram að birta lekin skjöl síðan í júní 2010.
Frá og með júní 2010 var Wikileaks eftir í úrslitum með að fá hálfs milljón dala styrk frá John S. and James L. Knight Foundation,[37] en náðu ekki í hann á endanum.[38] Wikileaks gerði athugasemd um málið, "Wikileaks var með hæstu einkunn í Knight áskoruninni, nefndin mældi sterklega með þeim en fengu enga styrki. Maður hefði mátt vita”. Wikileaks sagðis að Knight stofnunin hefði deilt út verðlaununum til "12 verðlaunahafa sem munu hafa áhrif á framtíð fréttanna - en ekki Wikileaks" og efaðist um að Knight stofnunin væri "í raun að leita að áhrifum".[38] Talsmaður Knight stofnunarinnar hundsaði parta af yfirlýsingu Wikileaks og sagði að "Wikileaks hefði ekki fengið meðmæli frá nefndarmönnun Knights stofnunarinnar."[39] En hins vegar neitaði hann að segja hvort að Wikileaks hefði verið verkefnið með hæstu einkunn ráðgjafahers Knight stofnunarinnar, sem samanstendur af fólki sem vinnur ekki þar, þar á meðal fréttamaðurinn Jennifer 8. Lee , sem hafði unnið að almannatengslum fyrir Wikileaks við fjölmiðla og á félagssamskiptasíðum.[39]
Samkvæmt viðtali sem var tekið í janúar 2010 samanstóð Wikileaks "liðið" af 5 manneskjum í fullu starfi og u.þ.b. 800 manns í hlutastarfi og engum þeirra var bætt.[31] Wikileaks er ekki með neinar opinberar höfuðstöðvar. Árskostnaður er um €200,000, aðallega fyrir gagnaþjónustu og skriffinnsku, en kostnaðurinn færi upp í €600,000 ef núverandi sjálboðavinna væri launuð.[31] Wikileaks borgar ekki fyrir lögfræðinga, þar sem hundruð þúsundir dala fara í lagalegan stuðning sem hafa komið frá fréttamiðlum svo sem Associated Press, The Los Angeles Times, og National Newspaper Publishers Association.[31] Einu tekjustraumar þess eru fjárframlög, en Wikileaks er að skipuleggja að bæta við uppboðsmódeli til að selja snemmbúinn aðgang að skjölum.[31]
Á heimasíðu Wikileaks stóð upprunalega: "Fyrir notandanum mun Wikileaks líta út mjög líkt og Wikipedia. Hver sem er getur sent inn efni, hver sem er getur breytt því. Engrar tæknikunnáttu er þarfnast. uppljóstrarar geta sett inn skjöl nafnlaust og órekjanlega. Notendur geta rætt um skjölin opinberlega og greint áreiðanleika þeirra og trúverðugleika. Notendur geta rætt þýðingar og efni og sameiginlega myndað söfn birtra skjala. Þeir geta lesið og skrifað skýringagreinar á lekum ásamt bakgrunnsefni og samhengi. Pólitísk gildi skjala og sannleiksgildi þeirra verða gerð þúsundum ljós."[40]
Hins vegar stofnaði WikiLeaks til ritsjórastefnu sem samþykkti aðeins skjöl sem voru af "pólitískum, diplómatískum, sögulegum eða siðferðilegum toga".[41] Þetta passaði við fyrri gagnrýni um það að hafa enga ritstefnu myndi hrinda frá sér góðu efni með amapósti og and stuðla að "sjálfvirkum eða ófyrirsjáanlegum birtingum á trúnaðarupplýsingum."[42] Það er ekki lengur hægt fyrir hvern sem er að senda inn eða breyta innhaldi síðunnar, eins og upprunalega "algengar spurningar" síðan sagði til um. Þess í stað er farið yfir innsendingar af innra eftirliti og sumar þeirra eru birtar, á meðan skjöl sem passa ekki ritstefnunni er neitað af nafnlausum Wikileaks gagnrýnendum. Árið 2008 sagði yfirfarna "algengar spurningar" síðan að "allir gætu sett inn athugasmedir. [...] Notendur geta rætt málefnin opinberlega og greint trúverðuleika þeirra og sannleiksgildi."[43] Eftir að vefurinn var settur upp að nýju, 2010, var ekki lengur mögulegt að tjá sig um einstaka leka síðunnar.[44]
Wikileaks er byggt á nokkrum hugbúnaðarpökkum, þar með talin MediaWiki, Freenet, Tor, og Pretty Good Privacy.[45] Wikileaks mælir sterklega með að efni sé sent inn með Tor vegna næðisins sem notendur þess þarfnast.[46]
Wikileaks lýsir sjálfri sér sem “óritskoðanlegu kerfi fyrir órekjanlega stórleka á skjölum”. Wikileaks er hýst hjá PRQ, fyrirtæki í Svíþjóð sem veitir "mjög örugga, engra spurninga hýsiþjónustu." PRQ er sagt hafa “nær engar upplýsingar um viðskiptavini sína og viðheldur fáum, ef einhverjum, af eigin gagnaþjónustu.” PRQ er í eigu Gottfrid Svartholm og Fredrik Neij sem, í gegnum þátttöku sína við síðuna The Pirate Bay, hafa töluverða þekkingu í hvernig á að fást við lögsóknir frá yfirvöldum. Þar sem Wikileaks er hýst hjá PRQ reynist það erfitt að ná því niður. Og það sem meira er "Wikileaks heldur uppi sínum eigin gagnaþjónum á ótilgreindum staðsetningum, heldur engar dagbækur og notar dulritun á hernaðarstigi til að vernda uppruna upplýsinga sinna og annarra trúnaðarupplýsinga". Þess háttar fyrirkomulög hafa verið kölluð "skotheld hýsing".[47]
Gerð var húsleit á heimili Theodore Reppe eiganda þýska Wikileaks lénsins Wikileaks.de 24. mars 2009 eftir að WikiLeaks birti svartan lista Austurrísku fjölmiðlastofunnar.[48] Engin áhrif urðu á vefsíðuna vegna þessa.[49][50][51]
Um þessar mundir reyna kínversk stjórnvöld að ritskoða allar síður með orðinu "wikileaks" í veffanginu, þar með talinn aðal .org síðan og svæðisbundnar útgáfur .cn og .uk. Hins vegar er enn aðgengi að síðunni aftan frá kínverskum eldveggjum í gegnum önnur nöfn verkefnisins eins og t.d. "secure.sunshinepress.org". Varasíðurnar breytast reglulega, og Wikileaks hvetur notendur til að leita að "dulnefnum wikileaks" fyrir utan meginland Kína til að finna nýjustu varanöfnin. Meginlandsleitarvélar á borð við Baidu og Yahoo, ritskoða einnig tilvísanir í "wikileaks".[52]
Samvkæmt The Times, hafa Wikileaks og meðlimir þess verið fórnarlömb stanslausrar áreitni og löggæslueftirlits og upplýsingastofnanir ásamt lengdu gæsluvarðhaldi, tölvur gerðar upptækar, dulbúnar hótanir, "leynileg eftirför og ljósmyndun."[53]
Eftir að loftárásin í Bagdad var birt og þeir undirbjuggu að birta kvikmyndina af Granai loftárásinni, sagði Julian Assange að sjálboðaliðahópur hans höfðu verið undir mjög ströngu eftirliti. Í viðtali og í Twitter uppfærslu sagði hann að á veitingastað í Reykjavík þar sem sjálfboðaliðahópur hans hittust hefðu verið undir eftirliti í mars; þeim var veitt „leynileg eftirför og leyndar myndatökur“ sem lögreglan tók og erlendar leynilögreglusþjónustur; að breskur leynilögreglufulltrúi hafi veit veiklulegar tilraunir til hótana í bílagarði í Lúxemborg; og að einn af sjálfboðaliðunum hafi setið gæsluvarðhald í 21 klukkustund. Annars sjálfboðaliði greindi frá því að tölvur hefðu verið gerðar upptækar, með skilaboðunum „af eitthvað gerist fyrir okkur, þá veistu af hverju... og þú veist hver er ábyrgur.“[54]
Wikileaks hefur sagt að Facebook hafi eytt aðdáendasíðu sinni þar, sem innihélt 30.000 aðdáendur.[55][56][57][58]
WikiLeaks lýsir því yfir að það hafi aldrei látið frá sér villandi eða misvísandi skjal. Öll skjöl eru metin fyrir birtingu. Til að fyrirbyggja falsaða eða villandi leka segir Wikileaks að lekar sem eiga sér ekki grunn "séu þegar á hinum almenna fréttamarkaði. Wikileaks hjálpar engum þar."[59] Samkvæmt "almennum spurningum" er: "Einfaldasta og árangursríkasta mótvægið er hnattrænt samfélag með upplýstum notendum og ritstjórum sem geta sett út á og rætt lekin skjöl."[60]
Samkvæmt yfirlýsingum frá Assange árið 2010, eru innsend skjöl eru yfirfarin af 5 aðilum sem eru sérfræðingar á mismunandi sviðum eins og tungumálum eða forritun, þeir rannsaka einnig bakgrunn sendandans séu persónuupplýsingar hans þekktar.[61] Í þeim hópi hefur Assange oddaatkvæði um mat skjals.[61]
Fyrsti leki Wikileaks varð í desember 2006, sem greindi frá ákvörðun um að myrða embættismenn í Sómalíu. Ákvörðunin var gerð af Hassan Dahir Aweys, sem er leiðtogi andspyrnusamtakana Islamic Courts Union, í Sómalíu.
"Er það djörf stefnuyfirlýsing hástemmds íslamsk hryðjuverkasinna með tengsl við Bin Landen? Eða er það snjallt bragð hjá bandarísku leyniþjónustunni, hannað til þess að skemma orðspor andspyrnusamtakana, bækla sómölsk bandalög og ráðskast með Kína?” |
Wikileaks var lagt niður vegna málsóknar Julius Baer bankans í Sviss. Bankinn gangrýndi leka Wikileaks á gögnum bankans sem sýndu fram á ólögleg athæfi bankans á Caymaneyjum. Wikileaks notaði á þessum tíma netþjónustu Dynadot í Bandaríkjunum og lögsóknin náði bæði yfir netþjónustuna og Wikileaks.
Samtök réttinda almennings í Bandaríkjunum og Electronic Frontier Foundation lögðu fram tillögu sem mótmælti ritskoðuninni á Wikileaks. Samtök fréttamanna um frelsi fréttamiðla í Bandaríkjunum sendi ráðgjafarbréf til réttarins fyrir hönd Wikileaks:
"Wikileaks útvegar vettvang fyrir umræður uppljóstrara og andmælendasinna um heimsbyggðina og til að senda inn skjöl, en fyrirmæli Dynadot mæla á um að fyrri bönn sem minnka verulega aðgang að Wikileaks um Internetið byggt á takmörkuðum fjölda innsendinga sem frá stefnanda málsins. Dynadot fyrirmælin brjóta þess vegna í bága við grunnregluna um að fyrirmæli geti ekki skipað til um öll samskipti að hálfu útgefanda eða annars talsmanns." |
Tilskipunin var ógild í kjölfarið og bankanum Julius Baer var meinað að banna birtingar Wikileaks.
15. mars 2010 setti Wikileaks skýrslu um sjálft sig á vef sinn. Uppruni skýrslunnar er frá bandarísku leyniþjónustunni og hún skýrir frá hvernig Bandaríkin geti losnað við Wikileaks. Skoðaður var möguleikinn að segja uppljóstrunum upp og kæra fyrir glæpsamleg athæfi. Ástæða gerð skýrslunar að hálfu Bandarísku leyniþjónustunnar eru lekar Wikileaks um eyðslu bandaríska hersins, mannréttindarbrot í Guantanamo flóa og bardaginn í íranska bænum Fallujah.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.