íslenskt lággjaldaflugfélag (2012-2019) From Wikipedia, the free encyclopedia
WOW air var íslenskt lággjaldaflugfélag sem flaug til tuttugu áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum allt árið um kring. Flugfélagið var stofnað í nóvember 2011 og fór í jómfrúarflug sitt til Parísar 31. maí 2012.
WOW air | |
Rekstrarform | Einkahlutafélag |
---|---|
Stofnað | Nóvember 2011 |
Örlög | Gjaldþrota 28. mars 2019 |
Staðsetning | Reykjavík, Ísland |
Lykilpersónur | Liv Bergþórsdóttir stjórnarformaður
Skúli Mogensen forstjóri |
Starfsemi | Flugfélag |
Starfsfólk | Um 1500 (2018)[1] |
Vefsíða | wowair.is |
Í október 2012 tók WOW air yfir rekstri Iceland Express. Ári seinna í október 2013 fékk WOW air flugrekstarleyfi frá Samgöngustofu, sem færði alla stjórn á flugrekstrinum yfir til flugfélagsins, sem er nú óháð öðrum flugfélögum.
Þann 5. nóvember 2018 var gefin út tilkynning um að Icelandair Group hafi gert kaupsaming um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu, en það stefndi í þrot.[2][3][4] Kaupin gengu ekki eftir og tók fyrirtækið Indigo við með áform um að kaupa félagið. [5] Það gekk þó ekki eftir og hætti flugfélagið starfsemi þann 28. mars 2019.[6]
WOW air rak eigin ferðaskrifstofu, WOW Travel, sem sérhæfði sig í lággjalda pakkaferðum, bæði til og frá Íslandi.
Fyrirhugað var að endurreisa flugfélagið árið 2020.[7] Þrotabú félagsins er nú í eigu bandarísku athafnakonunnar Michele Roosevelt Edwards.[8]
WOW air notaði Airbus A320 flugvélar, sem eru þær vélar sem mörg af fremstu flugfyrirtækjum heims nota í dag. Þær pössuðu vel fyrir stutt flug á milli Evrópu og Íslands, en fyrir Ameríkuflugið notaði WOW air Airbus A321 vélar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.