From Wikipedia, the free encyclopedia
Vetrarblóm (fræðiheiti: Saxifraga oppositifolia) er jurt af steinbrjótsætt sem ber rauð eða rauðfjólublá blóm. Vetrarblóm vex víða á norðurslóðum og til fjalla sunnar, t.d. í norðurhluta Bretlands, Ölpunum og í Klettafjöllunum.
Vetrarblóm | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Saxifraga oppositifolia L. | ||||||||||||||
Vetrarblóm vex í klettum, á melum og rindum. Það er algengt um allt Ísland.
Sprotar vetrarblóms eru jarðlægir og oft um 5 til 20 cm á lengd. Laufblöðin eru 3-4 mm og öfugegglaga. Blómin eru 10 til 15 mm í þvermál. Þau eru rauð eða rauðfjólublá.
Á Íslandi vex sveppurinn grasmúrgróungur (Pleospora herbarum) á dauðum vefjum ýmissa plöntutegunda,[4] meðal annars á vetrarblómi.[5]
Vetrarblóm getur verið millihýsill fyrir víðiryðsvepp (Melampsora epitea).[5]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.