From Wikipedia, the free encyclopedia
Víðiryðsveppur (fræðiheiti: Melampsora epitea) eða víðiryð[1] er sveppategund sem sníkir á víðitegundir og er mjög algengur á Íslandi. Tvö afbrigði af sveppinum finnast á Íslandi, S. epitea var. epitea og var. reticulatae, bæði í miklum mæli.[2]
Víðiryðsveppur | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Gular skellur víðiryðs á neðra borði víðiblaðs. | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Melampsora epitea | ||||||||||||||
Víðiryð er mishýsla og myndar pelagró og skálgró á steinbrjótum, aðallega á mosasteinbrjóti og þúfusteinbrjóti[1] en er einnig skráð á vetrarblómi, lækjasteinbrjóti og gullsteinbrjóti.[2]
Víðiryð myndar ryðgró og þelgró á öllum íslensku víðitegundunum, grasvíði, loðvíði, fjallavíði og gulvíði. Það myndar áberandi gula eða rauðgula bletti á blöðunum, einkum á neðra borði, eftir því sem líða tekur á sumarið.[1] Þelgró myndast á víðinum þegar haustar.[1]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.