Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Verkfræði er fræði- og starfsgrein, sem beitir vísindalegum aðferðum, sem byggjast einkum á stærðfræðigreiningu og eðlisfræði, við hönnun, rannsóknir, verkstjórnun, eftirlit o.fl. Starfsheitið verkfræðingur er lögverndað skv. lögum nr. 8 frá 11. mars 1996. Þeir einir geta kallað sig verkfræðinga, sem lokið hafa námi í verkfræði á meistarastigi (eða sambærilegu) í (tækni)háskóla.
Megingreinar verkfræðinnar eru:
Undirgreinar eru m.a.:
Við Verkfræðideild Háskóla Íslands eru kenndar eftirtaldar verkfræðigreinar:
Við Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eru kenndar eftirtaldar verkfræðigreinar:
Við þýðingu á texta þarf að hafa í huga að enska orðið engineer er mun víðtækara en íslenska orðið verkfræðingur. Engineer getur átt við starfsheitin tæknimaður, vélfræðingur, vélstjóri, tæknifræðingur o.s.frv eða verkfræðing, sem getur valdið ruglingi við þýðingu. T.d. væri nær lagi að tala um tæknisveit hers í stað verkfræðisveitar. Á ensku á starfsheitið Civil engineer einkum við byggingaverkfræðing, en í Skandinavíu á sambærilegt heiti, þ.e. civilingenjör (sænska), sivilingeniør (norska) og civilingeniør (danska) við prófgráðu í verkfræði sem er sambærileg við meistara gráðu, og er notað um verkfræðinga almennt.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.