From Wikipedia, the free encyclopedia
Varablómaætt[1] (latína: Lamiaceae) er ætt blómplantna sem inniheldur að mestu jurtkenndar plöntur og runna.[2] Meðal tegunda sem tilheyra varablómaætt er fjöldi kryddjurta, til dæmis basilíka, mynta, óreganó, salvía, marjoram, sædögg, blóðberg og fleiri tegundir.
Varablómaætt | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Smjörgras (Bartsia alpina) við Landmannalaugar. Smjörgras er af varablómaætt. | ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Type genus | ||||||||||
Lamium | ||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||
326 talsins. Sjá texta. | ||||||||||
Helsta einkenni varablómaættar eru blómin sem mynda tvær varir, þar sem önnur vörin er yfirleitt stærri en hin og efri vörin slútir oft yfir þá neðri. Blómin vaxa í hring utan um stöngulinn. Hvert blóm getur myndað fjögur fræ sem rúlla út um blómbikarinn þegar þau eru þroskuð.[2]
Plöntur af varablómaætt hafa laufblöð í pörum upp eftir stönglinum þar sem hvert blaðpar er hornrétt á næsta blaðpar. Laufin eru einföld og ekki samsett, gjarnan hærð eða með kirtlum. Stöngullinn er oft ferstrendur.[2]
Varablómaætt inniheldur 326 ættkvíslir og um eða yfir 7000 tegundir. Á Íslandi finnst nokkur fjöldi innlendra plantna af varablómaætt auk slæðinga:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.