Umsögn

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Umsögn (skammstafað sem ums.) er í málfræði, sögn í persónuhætti. Umsögn er vanalega aðalsögn setningarinnar og er hún höfðuð sagnliðarins í setningunni. Umsögn getur verið samsett úr einni eða fleiri hjálparsögnum og höfði (aðalsögn). Umsögnin segir einnig hvað frumlagið og andlagið fá, gera, verða að þola og svo framvegis.

Þessi grein fjallar um málfræðihugtakið umsögn. Umsögn getur líka átt við gagnrýni.
Remove ads

Dæmi

  • Umsögn getur verið ósamsett:
    Húsfreyjan eldaði matinn.
    Nemandinn lærir.
    Drengurinn velur áfanga.
    Konan fer í bíó.
    Konan fór í bíó.

Umsögn getur verið samsett

  • Konan mun fara í bíó.
    Konan hefur farið í bíó.
    Konan mun hafa farið í bíó.
    Húsfreyjan hefur verið að elda í allan dag.
    Sigurborg hefur leyst vandann.

Gott að Vita

  • Ef að þú getur tekið sögnina og sett Að fyrir framan hana Þá er þetta umsögn

Tengt efni

Tenglar

Ítarefni

  • Handbók í málfræði eftir Höskuld Þráinsson
  • Setningafræði eftir Baldur Ragnarsson.
 Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads