Remove ads
hugtak í málfræði þ.s. sagnorð er notað til að lýsa aðalsögn setningar From Wikipedia, the free encyclopedia
Hjálparsögn eða hjálparsagnorð er hugtak í málfræði sem notar er til að lýsa sögnum. Ef tvær sagnir standa saman í setningu og mynda heild þá er önnur sögnin kölluð aðalsögn en hin hjálparsögn.
Hjálparsagnir eins og nafnið gefur til kynna, hjálpa aðalsögninni að útskýra eitthvað; eins og til dæmis tíma. Hjálparsagnir geta aldrei staðið einar án aðalsagnar. Hjálparsagnir þurfa ekki alltaf að standa við hlið aðalsagna og oft er fleiri en ein hjálparsögn notuð.
Hjálparsagnir bera ekki sjálfstæða merkingu. Nokkrar algengar íslenskar hjálparsagnir eru; hafa, vera, verða og munu.
Í eftirfarandi dæmum eru feitletruðu sagnirnar hjálparsagnir;
Óeiginlegar hjálparsagnir eru lítið notaðar nútildags, en þær voru fyrrum notaðar til þess að mynda samsetta nútíð eða þátíð. Við það missa þær venjulega merkingu sína. Algengt var að hafa óeiginlegar hjálparsagnir í gömlum kveðskap, og eimdi lengi eftir af því. Taldist stundum tækilegur kostur að grípa til þeirra ef rím eða hrynjandi þótti krefjast þess. Vinna, ráða, nema og gera voru tíðar sem óeiginlegar hjálparsagnir.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.