From Wikipedia, the free encyclopedia
Rím nefnist það þegar orð eða orðhlutur hljóma saman, t.d. góður - rjóður; sveit - leit. Sé rímorð eitt atkvæði kallast það einrím eða karlrím, en séu rímorð tvö atkvæði er það kallað tvírím eða kvenrím. Þriggja atkvæða rím kallast þrírím eða veggjað rím.
Rím getur einnig verið hálfrím, sem einnig er nefnt sniðrím eða skothent rím og þá eru sérhljóð rímorða ekki eins, aðeins samhljóðin. Sem dæmi má nefna land og grund, einnig þvaðra og hnoðri. Þetta er nefnt sérhljóðshálfrím. Einnig er til samhljóðshálfrím. Þá ríma saman sérhljóðin en samhljóðin eru önnur. Dæmi: land - lamb, þvaðra - þvaga. Samhljóðshálfrím er sjaldgæft í rímnaháttum en algengara í danskvæðum, þulum og í nútímanum meðal annars í rappi.
Endarím er algengasta tegund ríms í ljóðlist. Þá ríma síðustu atkvæði hverrar ljóðlínu við síðustu atkvæði ljóðlína sem koma á undan eða eftir.
Oft ríma frumlínur saman og síðlínur eru þá hafðar með öðru rími, þessi aðferð kallast víxlrím:
Stundum eru allar línur ljóðsins látnar ríma saman og er þá talað um samrím:
Þegar hins vegar fyrri hendingin rímar og síðari hendingin er höfð með öðru rími er ljóðið misrímað:
Séu ljóðlínur fleiri og tvær og tvær ljóðlínur látnar ríma saman er talað um runurím:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.