Þulur eru ein gerð íslenskra þjóðkvæða, fleiri en sjö línur að lengd og ekki erindaskipt, sem hefur verið hluti af munnlegri hefð að minnsta kosti síðan á 15. öld. Merking orðsins „þula" hefur breyst í gegnum tíðina og virðist það fyrst hafa átt sérstaklega við kvæði sem tengdust nafnarunum eða annari upptalningu. Á 18. öld tíðkuðust svokallaðar langlokur sem voru langir rímaðir bragir þar sem ekki var skilið á milli erinda. Í seinni tíð hafa þulurnar orðið að barnagælum. [1]

Thumb
Móðir raular þulur fyrir börn sín. Teikning eftir Mugg. Teikningin birtist á forsíðu ljóðabókarinnar Þulur eftir Theodóru Thoroddsen árið 1916.

Höfundar þulna eru yfirleitt óþekktir. Þó hafa ýmis seinni tíma skáld tekið ástfóstri við þuluformið og var ljóðskáldið Theodóra Thoroddsen (1863-1954) frá Kvennabrekku í Dölum þeirra langþekktust.

Þjóðlög við íslenskar þulur

Þulur voru yfirleitt mæltar fram eða raulaðar fyrr á öldum fyrir börn með einföldum laglínum.[2] Mörg þessara þjóðlaga hafa varðveist og þekkjast enn vel í dag. Þá útsetti tónskáldið Jórunn Viðar margar þessar laglínur og gaf út á prenti á ofanverðri 20. öld.

Dæmi um þulur

  • Allra flagða þula
  • Bárður minn á jökli
  • Bokki sat í brunni
  • Faðir minn er róinn
  • Fuglinn í fjörunni hann heitir már
  • Fúsintesþula
  • Gekk ég upp á hólinn
  • Gilsbakkaþula
  • Heyrði ég í hamrinum
  • Karl og kerling riðu á alþing
  • Karl tók til orða
  • Kom ég þar að kveldi
  • Krumminn í hlíðinni
  • Sat ég undir fiskihlaða
  • Sól skín á fossa
  • Stígum við stórum
  • Stúlkurnar ganga sunnan með sjó
  • Táta, Táta teldu dætur þínar
  • Tunglið skín á himni háa
  • Þegiðu, þegiðu sonurinn sæli (Kúaþula)
  • Þórnaldarþula

Tengt efni

Heimildir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.