From Wikipedia, the free encyclopedia
The Washington Post er mest lesna dagblað í Washington D.C. í Bandaríkjunum. Það er líka elsta dagblað borgarinnar og var stofnuð árið 1877. Blaðið leggur áherslu á stjórnmál, bæði innanlands og erlendis.
Ein merkilegustu atvik í sögu dagblaðsins var þegar blaðamennirnir Bob Woodward og Carl Bernstein hófu rannsókn á þeim atburðum sem síðar nefndust Watergate-hneykslið. Þessi rannsókn stuðlaði stórlega að afsögn Richards Nixon.
Síðan Leonard Downie, Jr. varð ritstjóri dagblaðsins árið 1991 hefur The Washington Post hlotið yfir 25 Pulitzer-verðlaun, meira en helming þeirra 47 verðlauna sem blaðið hefur fengið. Blaðið hlaut sex verðlaun árið 2008, flest verðlaun sem eitt blað hefur fengð á sama ári.
Frá árinu 2013 hefur eigandi The Washington Post verið Jeff Bezos, stofnandi Amazon.com.[1]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.