Kínverskur hershöfðingi og hernaðarfræðingur (544–496 f.Kr.) From Wikipedia, the free encyclopedia
Sun Tzu (f. 544 f.Kr. – d. 496 f.Kr.) var höfundur bókarinnar Stríðslistin. Mikil duld er uppruna þessa mans og eina heimildin um hann er ævisaga skrifuð af Sima Qian sem lýsir honum sem kínverskum hershöfðingja sem lifði á 6. öld f.Kr. og var því samtímamaður Konfúsíusar. Ekki er um samtímaheimild að ræða og Sun Tzu gæti vel verið tilbúin persóna eða einhver sem útfærði gamla texta. Þá er Stríðslistin hugsanlega samantekt annarra texta eða munnmæla líkt og Bókin um veginn, en Stríðslistin er undir áhrifum hennar og taóisma.[1]
Sun Tzu var svokallaður shi sem var meðlimur af landlausum aðli og ferðaðist um og bauð þjónustu sína í hernaði (einskonar hernaðar ráðgjafi). Helü konungur af Wu á að hafa notið þjónustu hans og breytt konungsveldi sínu úr frekar frumstæðu konungsveldi yfir í ráðandi konungsveldi í Kína með aðstoð Tzu. Eftir þetta þá hverfur Sun Tzu af sögusviðinu og því er dánardagur hans ókunnur.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.