From Wikipedia, the free encyclopedia
Snjóþrúguhéri (fræðiheiti: Lepus americanus) er hérategund sem finnst í Norður-Ameríku, aðallega í barrskógabeltinu. Útbreiðsla er frá Nýfundnalandi og vestur til Alaska, suður til Kaliforníu, Utah og New Mexico. Einnig finnst hann í Appalasíu-fjöllum í Norður-Karólínu og Tennessee. Snjóþrúguhéri er aðallega á ferðinni í rökkri og á nóttunni. Hann er virkur allt árið.
Snjóþrúguhéri | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Sumarfeldur
Vetrarfeldur | ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Lepus americanus Erxleben, 1777 | ||||||||||||||
Útbreiðsla snjóþrúguhéra | ||||||||||||||
Eyru hérans eru minni en á flestum hérum. Svartar rendur eru á efri hluta þeirra. Mataræði er aðallega jurtatengt (víðilauf og fræ úr könglum) en tegundin á til að éta hræ af öðrum dýrum, aðallega músum.
Kvendýrið getur gotið allt að fjórum sinnum á ári og berjast karldýrin um kvendýrin. Gaupa er helsti óvinur snjóþrúguhéra og stofnar beggja tegunda sveiflast saman. Önnur spendýr, stór sem lítil éta snjóþrúguhéra og einnig ránfuglar: Uglur, ernir og haukar.
Snjóþrúgan vísar til stórra fóta hérans en stærðin hindrað að hann sökkvi í snjóinn. Snjóþrúguhéri er ryðbrúnn á sumrin en verður hvítur á veturna. Kviðurinn helst hvítur á sumrin þó.
Snjóþrúguhéra er stundum ruglað saman við snæhéra á íslensku. [2]
Fyrirmynd greinarinnar var „Snowshoe Hare“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. feb. 2017.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.