Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Skjólbelti eru ein eða fleiri raðir trjáa og eða runna sem eiga að mynda nokkurs konar vegg sem hefur það hlutverk að brjóta vind í smáa vindsveipi sem rekast hver á annan og draga þannig kraftinn úr vindinum. Til að skjólbelti skili bestum árangri er nauðsynlegt að beltin endist vel. Þau þurfa að haldast þétt að neðan þannig að ekki nái að trekkja undir þau en jafnframt verða þau að ná að vaxa nokkuð hratt upp því skjólbelti skýla stærra landsvæði eftir því sem þau eru hærri. Góð skjólbelti geta til dæmis bætt skilyrði til ræktunar og fyrir búfénað svo um muni. Þau geta stýrt snjósöfnun og verið hljóðeinangrandi.
Lagt hefur verið til að nota skuggþolna runna sem greina sig vel alveg frá jörðu í bland við hærri og endingargóðar trjátegundir. Runnalagið er mikilvægt vegna þess að það er tilhneiging hjá öllum stórvaxnari tegundum að gisna að neðan þegar þær vaxa upp. [1]
Skipulögð skjólbeltarækt hefur verið stunduð á Íslandi eftir miðja 20. öld.
Einna fyrstur til að kynna sér skjólbelti var Jón Rögnvaldsson. Hann gerði árið 1959 uppdrátt af skjólbeltaneti í Kaupangssveit í Eyjafirði.
Á Íslandi hefur mest verið notast við alaskaösp og ýmsar tegundir víðis sem vex fljótt til og virðist því í fyrstu gefa skjótan árangur. En víðir er skammlífur og getur verið valtur. Markmiðið með nýrri gerð skjólbelta er að rækta belti sem sameina skjótan vöxt og langan lífaldur: Blöndu af langlífum, stórvöxnum stofntrjám sem eru megintré beltisins, hraðvaxta fósturtegundum og langlífum, skuggþolnum og skuggavarpandi runnum.
Með aukinni kornrækt ætti áhugi á skjólbeltarækt að aukast. Mjög litlar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum skjólbelta og uppskeruaukningu hérlendis. [2]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.