argentínskur knattspyrnumaður From Wikipedia, the free encyclopedia
Sergio Leonel „Kun“ Agüero (fæddur 2. júní 1988) er argentínskur fyrrum knattspyrnumaður sem spilaði sem framherji.
Sergio Agüero | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Sergio Leonel Agüero | |
Fæðingardagur | 2. júní 1988 | |
Fæðingarstaður | Buenos Aires, Argentína | |
Hæð | 1,72 m | |
Leikstaða | framherji | |
Yngriflokkaferill | ||
1997–2003 | Club Atletico Independiente | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2003-2006 | CA Independiente | 54 (23) |
2006–2011 | Atletico Madrid | 175 (74) |
2011-2021 | Manchester City | 275 (184) |
2021 | FC Barcelona | 2 (1) |
Landsliðsferill | ||
2004 2005-2007 2008 2006-2021 |
Argentína U-17 Argentína U-20 Argentína U-23 Argentína |
5 (3) 7 (6) 5 (2) 101 (41) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Agüero hóf ferilinn hjá Independiente í heimalandinu. Hann var yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild þar; 15 ára og 35 daga gamall. Fyrra metið átti Diego Maradona. Árið 2006 hélt hann til Evrópu, nánar tiltekið Atletico Madrid. Þar vakti hann athygli en liðið vann Evrópudeildina og UEFA Super Cup árið 2010.
Agüero hélt til Manchester City árið 2011. Þar var hann mikill markahrókur og varð hæsti markaskorari liðsins frá upphafi og sá markahæsti utan Englands í úrvalsdeildinni. Tímabilið 2011-12 vann City liðið Queens Park Rangers í lokaumferðinni og skoraði Agüero mark á lokasekúndunum sem tryggði Manchester City sinn fyrsta titil síðan 1968. Manchester United missti því rétt af titlinum.
Tímabilið 2013-2014 skoraði hann á 82 mínútna fresti að meðaltali. Í einum leik sinn skoraði hann 5 mörk á 23 mínútum sem er met.
Í byrjun árs 2020 bætti Agüero met Alan Shearers yfir þrennur í úrvalsdeildinni eða 12 talsins. Einnig varð hann 4. markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann fór fram úr Thierry Henry og Frank Lampard, síðar tók Harry Kane framúr Aguero. Tímabilið 2020-2021 var Aguero þjakaður af meiðslum megnið af tímabilinu og settur á bekkinn og eftir 10 ár hjá félaginu var hann orðaður frá því. [1]
Aguero yfirgaf félagið sumarið 2021. Hann skoraði tvennu í lokaleik sínum gegn Everton þegar hann kom inn sem varamaður í seinni hálfleik. Hann vann deildina 5 sinnum með City og 10 bikartitla. Alls skoraði hann 260 mörk í 390 leikjum.
Í lok maí var tilkynnt að Aguero hefði gert samning við Barcelona. Hann var til tveggja ára. [2]
Það byrjaði ekki vel hjá Aguero með liðinu. Hann var meiddur í byrjun tímabils en hóf svo að spila. Í öðrum byrjunarleik sínum í lok október fékk hann hjartsláttartruflanir í miðjum leik og var því frá næstu 3 mánuði. Í desember 2021 tilkynnti hann að hann væri hættur í knattspyrnu vegna heilsufarsástæðna.
Agüero á barn með Gianinna Maradona, dóttur Diego Maradona. Gælunafnið Kun kemur úr æsku þegar hann var með viðurnefni eftir teiknimyndapersónu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.