From Wikipedia, the free encyclopedia
Søren Aabye Kierkegaard (5. maí 1813 – 11. nóvember 1855) var danskur heimspekingur og guðfræðingur, sem er venjulega talinn faðir tilvistarspekinnar. Hann brúaði bilið milli hegelskrar heimspeki og þess sem varð síðar tilvistarspeki. Kierkegaard gagnrýndi heimspeki Hegels harðlega og það sem hann sá sem innantóm formlegheit dönsku kirkjunnar. Mörg verka hans fjalla um trúarleg stef, eins og eðli guðstrúar, kristna kirkju sem stofnun, kristilega siðfræði og guðfræði og geðshræringar og tilfinningar manns þegar maður stendur frammi fyrir tilvistarfræðilegum ákvörðunum. Af þessum sökum er heimspeki Kierkegaards stundum lýst sem kristilegri tilvistarspeki og tilvistarspekilegri sálarfræði. Vandasamt er að skilgreina og túlka verk Kierkegaards, þar sem hann samdi flest eldri verka sinna undir dulnefnum og notaði svo ólík dulnefni til að gera opinberlega athugasemdir við og gagnrýna önnur verk sín undir öðrum dulnefnum. Af þessum sökum er fremur erfitt að greina á milli raunverulegra skoðana og viðhorfa Kierkegaards og þeirra sem hann notar eingöngu til þess að rökstyðja sig sem skálduð persóna. Ludwig Wittgenstein sagði að Kierkegaard hafi verið „dýpsti hugsuður nítjándu aldar“.[1]
Søren Aabye Kierkegaard | |
---|---|
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 5. maí 1813 (í Kaupmannahöfn í Danmörku) |
Svæði | Vestræn heimspeki |
Tímabil | Heimspeki 19. aldar |
Skóli/hefð | Meginlandsheimspeki, tilvistarspeki |
Helstu ritverk | Annaðhvort eða, Uggur og ótti, Endurtekningin, Sjúkdómurinn til dauðans |
Helstu kenningar | Annaðhvort eða, Uggur og ótti, Endurtekningin, Sjúkdómurinn til dauðans |
Helstu viðfangsefni | trúarheimspeki, frumspeki, þekkingarfræði, fagurfræði, siðfræði |
Undirskrift |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.