From Wikipedia, the free encyclopedia
Guðfræði er sú fræðigrein sem á vísindalegan hátt fæst við trúarbrögð, andleg málefni og Guð. Í dag er orðið einkum notað í kristnu samhengi og vísar það þá yfirleitt til þeirra fræða sem kristnir guðfræðingar iðka. Vissulega er orðið notað innan annarra trúarhefða, sér í lagi eingyðistrúarbragða, en alls ekki jafn oft og í kristni. Orðið sjálft, guðfræði, á uppruna sinn í hinum forna gríska menningarheimi en merking þess breyttist hægt og bítandi er kristnir höfundar fornaldar fóru að nota það í verkum sínum.
Kristinni guðfræði má skipta niður í ólík fræðasvið en skiptingin er ólík og misnákvæm eftir háskólum. Meðal fræðasviða innan guðfræðinnar má nefna:
Örðugt er að líta framhjá tengslum guðfræðinnar við akademíuna og upphaf háskólanna. Flestir háskólar sem stofnaðir eru fyrir Upplýsingu spruttu úr jarðvegi klausturhreyfinga og kirkjuskóla hámiðalda (t.d. Parísarháskóli og Oxford-háskóli). Þessir skólar voru stofnaðir til að þjálfa unga menn til að þjóna kirkjunni með iðkun guðfræði og lögfræði. Guðfræðin var alltaf meginviðfangsefni innan skólanna og var hún kölluð Drottning vísindanna því allar aðrar fræðigreinar skyldu vera notaðar til stuðnings og þjónustu við hana. Menn geta þó deilt um hversu viðeigandi sú nafngift er í dag. Staða guðfræðinnar í háskólasamfélaginu breyttist í Upplýsingunni en þá var farið að kenna fleiri fræðigreinar án þess að leggja sérstaka áherslu á tengsl þeirra við guðfræði.
Í gegnum tíðina hafa margar stefnur sprottið fram innan kristinnar guðfræði og hefur 20. öldin verið afskaplega frjósöm í þeim efnum. Hér að neðan má sjá helstu hreyfingar innan guðfræðinnar en athugið að listinn er ekki tæmandi.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.