Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Rudolf Simek (f. 21. febrúar 1954 í Eisenstadt) er austurrískur textafræðingur og miðaldafræðingur, sem hefur m.a. fengist við germönsk og norræn fræði, og trúarbragðasögu.
Rudolf Simek nam þýskar bókmenntir, heimspeki og kaþólska guðfræði í Háskólanum í Vínarborg, og varð síðan bókavörður og dósent þar. Hann hefur kennt við háskólana í Edinborg, Tromsø og Sydney.
Frá 1995 hefur hann verið prófessor í germönskum fræðum við Háskólann í Bonn.
Rudolf Simek er aðalritstjóri bókaflokksins Studia Medievalia Septentrionalia – (Rannsóknir í norrænum miðaldafræðum) – sem gefinn er út í Vínarborg.
Hann var (ásamt öðrum) ritstjóri tveggja afmælisrita Hermanns Pálssonar, en þeir störfuðu um tíma saman í Edinborg.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.