Remove ads
Forsætisráðherra Líbanons (1944-2005) From Wikipedia, the free encyclopedia
Rafik Baha El Deen Al-Hariri (1. nóvember 1944 – 14. febrúar 2005) var líbanskur athafna- og stjórnmálamaður. Hann var mjög áberandi í líbönsku stjórnmála- og efnahagslífi á árunum eftir borgarastyrjöldina í landinu og var tvívegis forsætisráðherra Líbanons, frá 1992 til 1998 og 2000 til 2004. Líkt og allir forsætisráðherrar landsins var Hariri súnnímúslimi.[2]
Rafik Hariri رفيق الحريري | |
---|---|
Forsætisráðherra Líbanons | |
Í embætti 31. janúar 1992 – 2. desember 1998 | |
Forseti | Elias Hrawi Émile Lahoud |
Forveri | Rachid Solh |
Eftirmaður | Selim Hoss |
Í embætti 23. október 2000 – 21. október 2004 | |
Forseti | Émile Lahoud |
Forveri | Selim Hoss |
Eftirmaður | Omar Karami |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 1. nóvember 1944 Sídon, Líbanon |
Látinn | 14. febrúar 2005 (60 ára) Beirút, Líbanon |
Dánarorsök | Myrtur |
Þjóðerni | Líbanskur (með sádi-arabískan ríkisborgararétt[1]) |
Stjórnmálaflokkur | Framtíðarhreyfingin |
Maki | Nidal Bustani, Nazik Hariri |
Börn | 6; þ. á m. Saad Hariri |
Starf | Athafnamaður, stjórnmálamaður |
Hariri flutti árið 1965 í viðskiptaerindum til Sádi-Arabíu og efnaðist þar mjög í byggingariðnaðinum en flutti aftur til Líbanons árið 1990 og tók þar þátt í endurbyggingu Beirút eftir eyðileggingu borgarastyrjaldarinnar.[1] Hann varð forsætisráðherra Líbanons árið 1992 og vann náið með sýrlenskum áhrifamönnum í landinu. Hann fjarlægðist síðar Sýrlendingana og krafðist þess árið 2004 að sýrlenskir hermenn hefðu sig á brott úr Líbanon. Þegar embættistíð Émile Lahoud forseta landsins var framlengd vegna þrýstings frá Sýrlendingum sagði Hariri af sér í mótmælaskyni.
Rafik Hariri var myrtur í sprengjuárás á bílalest hans á götum Beirút þann 11. febrúar árið 2005. Fjórir meðlimir Hizbollah voru ákærðir fyrir morðið og síðar sakfelldir að þeim fjarstöddum af sérstökum dómstól Sameinuðu þjóðanna árið 2020.[3] Aðrir telja þó fremur að sýrlensk stjórnvöld hafi staðið á bak við morðið. Morðið á Hariri leiddi til sedrusbyltingarinnar í Líbanon, sem leiddi til þess að Sýrlendingar drógu her sinn úr landinu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.