Rafíþrótt
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Rafíþrótt er íþrótt þar sem keppt er í tölvuleikjum. Oftast er um að ræða skipulagðar keppnir í fjölspilunarleikjum milli atvinnumanna sem keppa ýmist sem einstaklingar eða lið.[1] Tölvuleikjakeppnir hafa lengi verið hluti af tölvuleikjamenningunni en frá 1. áratug 21. aldar hefur áhorf aukist gegnum netstreymi [2] á keppnum og atvinnumennska að sama skapi aukist. [3][4][5] Á 2. áratug 21. aldar eru rafíþróttir orðnar mikilvægur hluti af þróun og markaðssetningu tölvuleikja og margir leikjaframleiðendur taka þátt í að setja upp og styrkja rafíþróttamót.
Algengustu leikirnir sem keppt er í eru stríðsleikir, fyrstu persónu skotleikir, slagsmálaleikir og herkænskuleikir. Vinsæl rafíþróttamót eru haldin í leikjunum League of Legends, Dota, Counter-Strike, Overwatch, Super Smash Bros. og StarCraft.[6] Meðal þekktustu mótanna má nefna League of Legends World Championship, The International (Dota 2), Evolution Championship Series og Intel Extreme Masters.[7] Dæmi um deildarkeppni er Overwatch League. Minna vinsælar rafíþróttir eru boltaleikirnir FIFA, Rocket League og NBA.
Rafíþróttir eru viðurkenndar sem keppni, en ekki eru allir sammála um að þær séu íþróttir.[8][9][10] Alþjóðaólympíunefndin hefur rætt möguleikann á því að rafíþróttir verði hluti Ólympíuleikanna.[11] Árið 2018 tók alþjóðasiglingasambandið World Sailing rafíþróttagrein inn í mótaröð sambandsins með siglingakeppni á netinu með tölvuleiknum Virtual Regatta.
Undir lok 2. áratugar 21. aldar var talið að rafíþróttaviðburðir næðu til 454 milljón áhorfenda um allan heim og að velta þeirra næði yfir 1 milljarð dala.[12] Með vaxandi vægi streymisþjónusta á borð við YouTube og Twitch eiga rafíþróttir auðveldara með að ná til fjölda áhorfenda og skapa þannig tekjur.
Tölvuleikjamót hafa verið fastur liður í félagslífi Íslendinga sem spila tölvuleiki allt frá því í kring um 2000, mótin þekktust yfirleitt sem Lan-mót.
Í upphafi voru stærstu Lan-mótin haldin af Skjálfta [13][14] eða Ground Zero (Seinna G-Zero) [15], eða frá um 1999 til 2005, og allt til lokunar í dæmi G-Zero. [16]
Þá rak Skjálfti einnig leikjaþjóna í gegnum tíðina, þar á meðal fyrir Battlefield 1942, Battlefield Vietnam, Counter-Strike 1.6, Counter-Strike: Source, Call of Duty, Quake 2, Quake 3 Arena, Quake 4, Doom 3, Unreal Tournament 2004, Return To Castle Wolfenstein, Jedi Academy, og Multi-Theft Auto. [17]
[18]
[19]
Þegar ljóst varð að rafíþróttir væru komnar til að vera fóru framhalds og háskólar að halda Lan-mót, en þar má t.d. nefna árleg Lan-mót Tækniskólans 'Kubburinn'. [20] sem og 'HR-inginn' sem Háskólinn í Reykjavík heldur. [21]
Lenovo-deildin - 2019 til 2020
Vodafone-deildin - 2020 til 2022
Ljósleiðaradeildin - 2022 til -
Nokkur íslensk íþróttafélög hafa stofnað rafíþróttadeildir, til dæmis Knattspyrnufélag Reykjavíkur, Íþróttafélagið Fylkir, Glímufélagið Ármann og Íþróttafélagið Þór Akureyri.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.