Remove ads

Tyrkjafura (fræðiheiti: Pinus brutia) er barrtré af þallarætt ættað frá austurhluta Miðjarðarhafssvæðisins. Meginútbreiðslan er í Tyrklandi, en nær til syðsta odda Búlgaríu,[1] austustu eyja í Eyjahafi, Krít, Krím, Íran, Georgíu, Aserbaídsjan, norður Írak, vestur Sýrlandi, Ísrael, norðvestur Jórdaníu, Líbanon og Kýpur.[2] Hún vex yfirleitt lágt yfir sjó, aðallega frá sjávarmáli til 600m, upp í 1200m í suðurhluta svæðisins.

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Tyrkjafura
Thumb
Barr og könglar tyrkjafuru
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Pinus
subsect. Pinaster
Tegund:
P. brutia

Tvínefni
'Pinus brutia'
Ten.
Thumb
Útbreiðsla
Loka
Remove ads

Lýsing

Pinus brutia er meðalstórt tré, um 20 til 35 metra hátt með bolþvermál að 1m, einstaka sinnum að 2 m. Börkurinn er rauðgulur, þykkur og með djúpum sprungum neðarlega á bol, og þunnur og flagnandi í krónunni. Barrið er í pörum, grannt, oftast 10–16 sm langt, ljósgrænt til lítið eitt gulleitt grænt.

könglarnir eru gildir, þungir og harðir, 6–11 sm langir og 4–5 sm breiðir neðst þegar þeir eru lokaðir, grænir í fyrstu, og fá gljáandi rauðbrúnan lit við þroska 24 máða gamlir. Þeir opnast hægt næsta eitt eða tvö árin og losa fræin. Fræin eru 7–8 mm löng, með 15–20 mm væng, og er aðallega dreift með vindi.

Undirtegundir

Tyrkjafura er náskyld Aleppófura, Kanaríeyjafuru og strandfuru, og eru þær með áþekkum útlitseinkennum. Sumir höfundar hafa talið hana undirtegund af Aleppofuru, en er nú almentt talin sjálfstæð tegund. Þetta er hóflega breytileg tegund með eftirfarandi undirtegundum og afbrigðum:

  • Pinus brutia subsp. brutia var. brutia (vanaleg gerð; mestallt svæðið)
    • Pinus brutia subsp. brutia var. pityusa (Georgía og nálæg svæði á Rússneskum hluta Svartahafs; varla aðgreinanleg frá aðalgerðinni)
    • Pinus brutia subsp. brutia var. stankewiczii (Krím; varla aðgreinanleg frá aðalgerðinni)
    • Pinus brutia subsp. brutia var. pendulifolia (suðurströnd Tyrklands; barr 20–29 sm, hangandi)
  • Pinus brutia subsp. eldarica (Azerbaijan; Georgía; barr 8–14 sm, könglar 5–9 sm).
Remove ads

Vistfræði

Fuglategundin Sitta krueperi, er að mestu bundin við skóga af tyrkjafuru og treystir mjög á hana til fæðu; útbreiðslusvæðin eru nær þau sömu.

Thumb
Pinus brutia á strönd Thasos, Grikklands
Thumb
Pinus brutia á fjalli nálægt Aleppo

Furuhunang

Tyrkjafura er hýsill fyrir blaðlúsartegundina Marchalina hellenica. Við venjulegar aðstæður veldur þetta skordýr ekki teljandi vandræðum fyrir trén, en er þetta mikilvægt vegna sykranna sem lúsin lætur frá sér. Þessum sykurlegi, "hunangsdögg", er safnað af býflugum sem umbreyta honum í bragðmikið og verðmætt hunang, "furuhunang" (Tyrkneska, çam balı), með ætluðum lækningamætti.

Tilvísanir

Ytri tenglar

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.

Remove ads