From Wikipedia, the free encyclopedia
José Pedro Cea (f. 1. september 1900 - d. 18. september 1970) var knattspyrnumaður og síðar þjálfari frá Úrúgvæ. Hann var í fyrsta sigurliði Úrúgvæ á HM 1930 og tvöfaldur ólympíumeistari.
Pedro Cea fæddist í Montevideo árið 1900 og gekk ungur til liðs við borgarliðið Nacional og varð margoft úrúgvæskur meistari undir þeirra merkjum. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir úrúgvæska landsliðið árið 1923 á Copa America, þar sem liðið fór með sigur af hólmi. Árið eftir var hann í liði Úrúgvæ sem hélt á Ólympíuleikana 1924 í París. Þar slógu Úrúgvæmenn í gegn og hrepptu gullverðlaunin á sannfærandi hátt. Sagan endurtók sig í Amsterdam fjórum árum síðar og aftur var Cea í meistaraliðinu.
Ólympíusigrarnir 1924 og 1928 urðu til þess að Úrúgvæ var valið til að halda fyrsta heimsmeistaramótið árið 1930. Þar var Pedro Cea aðalmarkaskorari heimamanna með fimm mörk. Hann skoraði m.a. 2:2 jöfnunarmarkið í úrslitaleiknum gegn Argentínu, sem Úrúgvæ vann að lokum 4:2.
Hann lék sinn síðasta landsleik á árinu 1932. Frá 1941 til 1942 var hann aðalþjálfari landsliðsins og leiddi það til sigurs á Copa America. Hann lést árið 1970, skömmu eftir sjötíu ára afmæli sitt.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.