Orðflokkur
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Orðflokkur er ákveðin gerð af orðum, svo sem nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, fornöfn, forsetningar, atviksorð, samtengingar og töluorð.
Orðflokkur | Dæmi | Hlutverk |
---|---|---|
Nafnorð | Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. | Að tilgreina einstaka hluti, eða flokka hluta, jafnt raunverulega sem ímyndaða. |
Sagnorð | Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. | Að gefa til kynna aðgerð eða atburð. |
Lýsingarorð | Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. | Að lýsa einhverjum hlut nánar. Oftast notað með nafnorði. |
Fornöfn | Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. | Vísa til nafnorðs sem þegar hefur verið nefnt eða persónu sem er þekkt. Sum fornöfn er hægt að nota í stað nafnorða án þess að þau vísi til nafnorðs sem þegar hefur verið nefnt. |
Greinir | Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. | Að gera nafnorð ákveðin. Greinir getur verið viðskeyttur eða settur fyrir framan nafnorð sem sér orð. |
Töluorð | Sautján stórir fuglar hoppa til hinna þriggja merku manna sem standa í garðinum. Þeir eru með tvo poka af fræjum handa fuglunum. | Gefa til kynna fjölda eða magn. |
Smáorð | ||
Forsetning | Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er með fræ handa fuglinum. | Hafa áhrif á merkingu fallorðs í setningu. |
Atviksorð | Hann fór upp stigann og inn í herbergið en hún fór niður stigann og út.
Hann les mjög illa. Hún las ekki vel. |
Geta staðið með sögnum, lýsingarorðum og öðrum atviksorðum og þannig lýst þeim betur. |
Nafnháttarmerki | Stóri fuglinn er að hoppa til hins merka manns sem stendur í garðinum. Hann er að gefa öðrum fuglum fræ. | Nafnháttarmerkið er orðið „að“ á undan sagnorði í nafnhætti. Sögn í nafnhætti er án tíðar og endar oftast á „a“, þótt ýmis sagnorð endi á öðru en -a: (að abbast, að ferðast, að þvo, að sjá...). |
Samtenging | Stóri fuglinn hoppar til hins merka manns sem stendur í garðinum og er með fræ handa fuglinum. | Tengir saman einstök orð eða setningar til að mynda málsgrein. Skiptist í aðaltengingar og aukatengingar. |
Upphrópanir | Ó, hve fagur er fuglinn! – | Sýna undrun, hrifningu, hræðslu, gleði, eða reiði. |
Nafnorð eru heiti á lifandi verum, hlutum eða hugtökum, sagnorð tákna oft það sem að gerist eða gerðist, töluorð segja til um upphæð eða fjölda o.s.frv.
Hér er einkum átt við ýmis beygingaratriði, t.d hvort orðið fallbeygist, tíðbeygist, bæti við sig greini o.s.frv.
Forsetningar standa alltaf með fallorði í aukafall, lýsingarorð geta staðið með nafnorðum, atviksorð standa oft með sagnorðum o.s.frv.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.