abbadís í Reynistaðarklaustri í Skagafirði (d. 1389) From Wikipedia, the free encyclopedia
Oddbjörg Jónsdóttir (d. 1389) var abbadís í Reynistaðarklaustri, vígð árið 1369 af Jóni skalla Eiríkssyni Hólabiskupi, en Guðný Helgadóttir var þá látin. Oddbjörg hafði áður verið nunna í Kirkjubæjarklaustri.
Oddbjörg annaðist ekki fjárreiður klaustursins fremur en aðrar abbadísir, en ráðsmenn þess um 1380 voru Brynjólfur Bjarnason hinn ríki á Ökrum og séra Þorleifur Bergþórsson. Árið 1386 var það Jón Þórðarson prestur, einn af höfundum Flateyjarbókar, sem var ráðsmaður í klaustrinu. Á þessum árum eignaðist klaustrið töluvert fé, bæði með próventusamningum við vel stætt fólk og einnig þegar auðugar konur gerðust þar nunnur. Ein þeirra var Ingibjörg Örnólfsdóttir og varð hún abbadís eftir lát Oddbjargar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.